Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

5. fundur 02. september 2002 kl. 19:00 - 20:30 Iðndal 2

5. fundur ársins 2002 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 2. september kl. 19 00. að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Lena Rós Mattahíasdóttir, Helga Friðfinnsdóttir, Kjartan Hilmisson, Margrét

Baldursdóttir, Snæbjörn Reynisson, Ragnhildur Sigmundsdóttir og Ólafur Tryggvi

Gíslason sem jafnframt ritar fundargerð.

 

1. mál Leikskólinn Suðurvellir

a) Vinnureglur varðandi innritun.

Skrá má börnin en þegar að barni kemur þarf barnið að hafa lögheimili í

hreppnum, annars flyst það aftast á lista.

b) Ragnhildur sagði að skörunartími leikskólans milli 11 – 14 er vandamál eins og

staðan er núna.

2. mál Stóru-Vogaskóli

a) Flutningur milli grunnskóla.

Þarf að gera vinnureglur um flutning milli skóla. Ef nemandi óskar eftir

flutningi milli skóla þarf barnið að fara til skólasálfræðings og félagsráðgjafa.

b) Ráðningar kennara samkvæmt erindisbréfi hreppsnefndar 1998.

Ábending um að fræðslunefnd fylgi eftir erindisbréfi um mannaráðningar.

c) Samkeppnishæfni nemenda 10. bekkjar úr Stóru – Vogaskóla. Undirbúningur fyrir

næstu samræmdu próf 10. bekkjar.

Gerum þá tillögu að bæta við kennslu á næsta ári fyrir nemendur 10. bekkjar.

d) Fræðslunefnd athugi fundarhöld í lok skólaárs.

3. mál Fundarsköp / vinnureglur

a) Að fundarefni hafi borist formanni a.m.k. viku fyrir áætlaðan fundartíma.

b) Að gefa ekki meira en 20 mín til kynningar á hverju málefni.

c) Að jafnaði skal miðað við að fundartími fari ekki fram yfir 1,5 klst.

d) Að varamenn skuli ekki vera boðaðir á fund, nema aðalmaður forfallist. Þá skuli

hver sjá um að boða varamanninn fyrir sig.

e) Aðgangur að netinu ákveðið að senda fundarboð einnig á netinu.

4. mál Annað

a) Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitafélags, ásamt umsókn um

ferðastyrk. Tillaga fræðslunefndar er sú að umsókn um námsvist verði

samþykkt. Umsókn um ferðastyrk þarf að ræða betur innan nefndarinnar.

 

Fundi slitið kl 20.30.

Getum við bætt efni síðunnar?