6. fundur ársins 2002 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
mánudaginn 7. okt kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Lena Rós Mattahíasdóttir, Helga Friðfinnsdóttir, Kjartan Hilmisson,
Margrét Baldursdóttir, Snæbjörn Reynisson, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir,Dagmar
Eiríksdóttir og Ólafur Tryggvi Gíslason sem jafnframt ritar fundargerð.
1. mál Leikskóli.
a. Sjá blað Hugmyndir um hvaða vistunnartímar eru seldir.
b.Sjá blað
c. Sjá blað
2. mál Grunnskóli.
a. Akstur skólabarns utan sveitafélagsins.
Stefanía Rós Stefánsdóttir sótti um ferðastyrk. Haft var samband við s.í.s. og
kannað hvort nemandinn geti fengið styrk úr jöfnunarsjóði. Fylgja þarf þessu máli
eftir. Fræðslunefnd leggur til að sveitastjóri sendi ráðgjafanefnd beiðni vegna
aksturstyrks.
b. Námsúrræði á vegum sérfræðiþjónustunnar.
Drengur í 5. bekk fær óstjórnleg bræðisköst. Drengurinn er á lyfjum og móðirin
fór á námskeið svo kallað s.o.s. námskeið.
Skólastjóri tilkynnir okkur að barnið sé byrjað að sækja skóla í Njarðvík, í
ákveðinni sérdeild, Björkin, fyrir börn með hegðunarvandamál.
Fræðslunefnd styður þá ákvörðun skólastjóra að senda nemenda úr 5 bekk í
sérdeild Njarvíkurskóla vegna hegðunarvanda.
c. Aukin gæsla fyrir yngstu nemendur skólans.
Kjartan leggur til að skólinn opni 7.30 fyrir yngstu börnin í stað 7.50.
Fræðslunefnd leggur til að þessi þjónusta verði veitt. Skólastjóri áætlar að slík
þjónusta kosti 5 yfirvinnutíma á viku.
d. S.o.s. námskeið kennara lokið.
Sjá blað frá Skólastjóra.
3. mál Annað
a. Dagmar varpar fram þeirri spurningu hvort ekki sé nauðsynlegt að kenna starfsfólki
leikskólans og skólans að læra hvernig mætti sjá einkenni misnotkunnar, og hvernig
eigi að bregðast rétt við. Ræða þarf við barnaverndarstofu. Fræðslunefnd fer af stað
og kannar fyrir næsta fund hvaða úrræði séu til.
b. Ungmennanámskeið Samsuð. Kynnt af Lenu, sjá meðfylgjandi blað.
Fundi slitið klukkan 20.45