12. fundur ársins 2003 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
mánudaginn 15. desember kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Lena Rós Matthíasdóttir, Ólafur Tryggvi Gíslason, Bergur Álfþórsson,
Kjartan Hilmisson, Helga Friðfinnsdóttir, Oktavía Ragnarsdóttir, Þorbera Fjölnisdóttir,
Dagmar Eiríksdóttir, Snæbjörn Reynisson og Jóhanna Reynisdóttir. Ritari fundargerðar
er Lena Rós Matthíasdóttir.
Dagskrá:
1. Leikskóli:
a. Kynning. Uppbygging á innra starfi. Jóhanna Reynisdóttir gerir grein
fyrir því uppbyggingarstarfi sem nú fer fram innan veggja leikskólans.
Stjórnun, boðleiðir og hlutverk starfsmanna hafa ekki verið í eðlilegum
farvegi. Tvær konur hafa þegar sagt upp störfum og hætt vinnu á
leikskólanum. Skólamálaskrifstofa var fengin til að meta ástandið og
koma með tillögur til uppbyggingar. Munu fulltrúar
skólamálaskrifstofu leggja áherslu á að fagfólk leikskólans verði
drifkraftur þessarar uppbyggingarvinnu. Í kjölfar alls þessa hefur
leikskólastjóri sagt af sér störfum og mun hætta um áramót.
Eðlilegast er að aðstoðarleikskólastjóri taki að sér stjórnun fram að
þeim tíma sem nýr leikskólastjóri tekur við. Hún hefur þó ekki gefið
svör um það. Framundan eru tillögur skólamálaskrifstofu um skref til
uppbyggingar. Jóhanna leggur áherslu á að starfsmannakannanir hafi
ekki gefið til kynna þessa óánægju starfsmanna, svo og að
starfsmannavelta hafi verið lítil og undir meðaltali á Suðurnesjum.
Þetta tvennt gerir að verkum að ekki hefur verið tilefni til aðgerða af
neinu tagi fram að þessu.
Fræðslunefnd harmar ástandið innan leikskólans og vonar að farsælar
lausnir finnist.
2. Grunnskóli:
a. Lestrarátakið ,,Læsi til framtíðar.” Snæbjörn gerir grein fyrir skýrslu
um verkefnið. Átakið gagnast vel, en ýmsa vankanta þarf að sníða af
til að átakið skili sér. Helstu ókostir eru óstöðluð próf og svo þarf að
setja niðurstöður í normalkúrfu til þess að auka samanburðarhæfni.
Ekki leikur vafi á að átakið skilar árangri þótt það sé ekki mælanlegt
eins og er.
b. Þarfagreining skólahúsnæðis. Snæbjörn kynnir Þarfagreiningarnefnd
og þau störf sem hún hefur með höndum. Sigfús Jónsson var fenginn
til að gefa nefndinni hugmyndir varðandi ýmsa þætti sem varða
stækkun skólahúsnæðis. Nefndin mun ljúka störfum í janúar.
c. Þarfagreining skólaaksturs. Nefndin telur nauðsynlegt að greina
þörfina fyrir akstur skólabifreiðar og þörfina á að skilgreina starf
skólabílstjóra. Nefndin hyggur á gerð könnunar snemma á nýju ári.
d. Námsárangur. Samræmd próf 4. og 7. b. Stóru-Vogaskóli er við
meðaltalið yfir Suðurnesin. Í þetta sinn var lögð sérstök áhersla á að
allir tækju prófin, líka nýbúar og börn með sérþarfir.
e. Námsmat. Snæbjörn greinir frá átaki sem nú er í gangi í skólanum.
Um er að ræða námskeið sem allir kennarar þurfa að sitja. Námskeiðið
er fyrst og fremst hugsað til að láta kennara bera saman bækur sínar og
einnig til kynningar á nýjum námsmatsaðferðum. Námskeiðið leiða
tveir kennarar frá Kennaraháskólanum.
f. Annað. Kjartan Hilmisson spyr skólastjóra hvort brögð séu að því að
námsgögn vanti í skólann. Snæbjörn gerir grein fyrir því að vöntun sé
á efni í samfélagsgreinum í 10. bekk. Hætt sé að gefa út efnið hjá
Námsgagnastofnun og fleiri skólar séu í slæmum málum vegna þessa.
Helga Friðfinnsdóttir tekur undir þetta, en hún er skólastjóri í
Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði.
Fundi slitið kl. 21:00