Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 13. janúar 2003 kl. 19:20 - 21:15 Iðndal 2

1. fundur ársins 2003 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 13. jan. kl.: 19 20 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Lena Rós Mattahíasdóttir, Helga Friðfinnsdóttir, Kjartan Hilmisson, Oktavía

Ragnarsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Snæbjörn Reynisson, Erna Margrét

Gunnlaugsdóttir, Dagmar Eiríksdóttir, og Ólafur Tryggvi Gíslason, sem jafnframt ritar

fundargerð.

1. mál Leikskóli.

a. Uppsagnir á dagvistarplássum vegna hækkunar gjaldskrár. Hækkanir

virðast vera hærri en farið var af stað með. Einnig kom fyrirspurn um

mötuneyti leikskólans en úr því að leikskólastjóri var ekki til staðar verður það

tekið fyrir á næsta fundi.

 

2. mál Grunnskóli.

a. Eldhús skólans. Sú fyrirspurn var fram borin hvort ekki væri hægt að gera

matseðil sem settur yrði á netið, til hagræðis fyrir foreldra. Skólastjóri vill

einnig að það komi fram að nú er hægt er að kaupa samlokur í löngu

frímínútum. Sú tillaga kom upp að setja samlokur í löngu frímínútunum sem

valkost í áskrift í mötuneyti.

b. Fjöldi nemenda með sérþarfir er alltaf að aukast og húsnæði skólans annar

ekki lengur sérkennsluþörf. Kennt er á göngum skólans, hitakompum og

öllum mögulegum kompum. Fræðslunefnd setur þá kröfu til sveitastjórnar að

hún leysi það mál strax.

c. Lesblinda og greining hennar(sértæk lesröskun). Fyrirspurn til skólastjóra

hvort hætta sé á að börn með lesblindu séu ekki greind á grunnskólastigi.

Samkvæmt upplýsingum skólastjóra er vel haldið utan um þessi mál í

skólanum.

d. Undirbúningur 10. bekkjar fyrir samræmdu prófin. Tillaga kom upp á

fundinum að gera undirbúningskennsluna að skyldu. Skólastjóri tók vel í þá

tillögu.

 

3. mál Annað

a. Óskað er eftir afstöðu fræðslunefndar í máli nemenda sem hætti í Stóru

Vogaskóla og hóf nám í skóla í Hafnarfirði. Erindinu er hafnað þar sem ekki

liggja fyrir neinar sérfræðilegar álitsgerðir. Ef frekari gögn berast fræðslunefnd

verður málið tekið upp á ný.

 

Fundi slitið klukkan 21.15

Getum við bætt efni síðunnar?