Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

5. fundur 05. maí 2003 kl. 19:00 Iðndal 2

5. fundur ársins 2003 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 5. maí. kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Lena Rós Matthíasdóttir, Helga Friðfinnsdóttir, Ólafur Tryggvi

Gíslason, Bergur Álfþórsson, Kjartan Hilmisson, Ragnhildur Sigmundsdóttir

leikskólastjóri, Dagmar Eiríksdóttir fh.foreldrafélags leikskólans, Oktavía

Ragnarsdóttir fh. foreldraráðs grunnskólans og Erna Margrét Gunnlaugsdóttir

áheyrnarfulltrúi kennara, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Leikskóli.

a. Námsskrá leikskólans Suðurvalla tekin til umfjöllunar

Ragnhildur upplýsti fundarmenn um það að námsskráin er komin á netið inn á

vogar.is. Nefndarmenn fóru í gegnum námsskrána síðu fyrir síðu og Ragnhildur

svaraði nefndarmönnum ef spurningar komu upp. Nefndarmenn voru ánægðir

með námsskrána.

b. Stefnumótun er varðar dagvistun yngstu barna leikskólans.

Fræðslunefnd leggur til að börn á aldrinum 12-18 mánaða fái helst ekki lengri

vistun en 6 tíma og 18-24 mánaða fái helst ekki lengri vistun en 8 tíma. Þ.e þetta

er æskilegur tími en hægt er að gera undanþágur í einstaka tilvikum.

c. Niðurgreiðsla vegna gæslu barna hjá dagmæðrum

Nefndin leggur til að Vatnsleysustrandarhreppur greiði niður gjald hjá

dagmæðrum fyrir 6-24 mánaða börn án tillits til biðlista.

d. Einsetning leikskóla.

Tillaga Ragnhildar að:

- tekið verði á móti börnum kl. 7:30, 7:45, 8:00, 8:30, 9:00 og 10:00.

- börn fari heim kl. 12:00, 12:30, 13:00, 14:00, 15:00, 16:00, 16:30 og 17:00. (Ef

4 börn eða fleiri óska eftir lengri tíma en til kl. 17:00 verði hægt að athuga með

lengri opnunartíma. Og verði þetta fyrsta skrefið í átt að einsetningu leikskólans.

Nefndin styður þessa tillögu.

2. Grunnskóli.

Trúnaðarmál bréf frá Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar dags. 15. apríl 2003.

RS, DE, OR og EMG víkja af fundi

Bókað sérstaklega og fært í möppu trúnaðarmála fræðslunefndar.

 

Fundi slitið klukkan

Getum við bætt efni síðunnar?