8. fundur ársins 2003 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
mánudaginn 1.september. kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Lena Rós Matthíasdóttir, Helga Friðfinnsdóttir, Margrét Þóra
Baldursdóttir, Ólafur Tryggvi Gíslason, Kjartan Hilmisson, Ragnhildur
Sigmundsdóttir leikskólastjóri, Snæbjörn Reynisson skólastjóri, Oktavía
Ragnarsdóttir fulltrúi foreldraráðs og Þorvaldur Örn Árnason áheyrnarfulltrúi
kennara. Ritari fundagerðar er Ólafur Tryggvi Gíslason.
1. Leikskóli.
Einsetning. Leikskólinn er núna einsetinn. Það hefur haft í för með sér að
uppeldisstarf fer fram á morgnana. Hefur þetta fyrirkomulag tekist vel að
sögn leikskólastjóra.
Leikskólinn rúmar u.þ.b. áttatíu börn, en nú þegar hefur verið sótt um
sjötíu og sex börn í vistun á haustönn.
b. Handbók til foreldra. Leikskólastjóri afhenti nefndinni handbók til
foreldra til skoðunar. Er bókin ætluð foreldrum sem eiga börn í
leikskólanum. Fræðslunefndin er mjög ánægð með þetta framtak.
c. Ný uppsetning á námsskrá. Ný námsskrá kemur inn á vefinn á næstu
dögum.
d. Foreldrafundur í september. Aðalfundur foreldrafélagsins verður 15.
september. Kynnig á leikskólanum fyrir foreldra, mun þessi fundur einnig
verða aðalfundur foreldrafélagsins.
e. Fréttabréf. Fréttabréf kemur út í lok vikunnar.
2. Grunnskóli.
a. Skólastjóri greinir frá gangi mála við upphaf skólaárssins.
Skólastjóri hefur áhyggjur af því að rútan sem notuð er sem skólabíll sé
orðin úr sér gengin. Skólastjóri afhenti fræðslunefnd gögn um hvernig
undirbúningurinn hefur gengið fyrir sig ásamt fleiri upplýsingum. (sjá
fylgiskjal.)
3. Annað.
Trúnaðarmál. Bréf frá foreldri dags. 26.08.2003.
Afgreitt.
Færð í bók trúnaðarmála.
Fundi slitið klukkan 21:05