9. fundur ársins 2003 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
mánudaginn 6.október. kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Lena Rós Matthíasdóttir, Helga Friðfinnsdóttir, Margrét Þóra
Baldursdóttir, Ólafur Tryggvi Gíslason, Bergur Álfþórsson og Kjartan Hilmisson.
Ritari fundagerðar er Ólafur Tryggvi Gíslason.
Fræðslunefnd hefur ákveðið að setja af stað markvissa vinnu við eftirfylgni
stefnumótunar Vatnleysustrandarhrepps í málum grunnskólans og leikskólans.
Lenu er falið að ræða við Snæbjörn skólastjóra um leigu á Lions heimilinu fyrir
sérkennslu. Það þarf að sinna þessu máli strax.
Fræðslunefnd hefur fregnir af því að Lions félagar séu tilbúnir til viðræðna.
Fundi slitið klukkan 20:25