Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

11. fundur 24. nóvember 2003 kl. 19:00 - 21:30 Iðndal 2

11. fundur ársins 2003 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 24. nóvevmber. kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Lena Rós Matthíasdóttir, Ólafur Tryggvi Gíslason, Bergur Álfþórsson,

Kjartan Hilmisson Helga Friðfinnsdóttir og Snæbjörn Reynisson. Ritari fundargerðar er

Lena Rós Matthíasdóttir.

Fræðslunefnd hefur fengið í sínar raðir nýjan nefndarmann. Vill nefndin þakka Margréti

Baldursdóttur vel unnin störf og bjóða Berg Álfþórsson velkominn.

Dagskrá:

1. Málefnavinna Fræðslunefndar:

a. Málefni frítímans, frístundaskóli. Snæbjörn skólastjóri sat þessa umræðu

og gerði grein fyrir gangi dægradvalar í Stóru-Vogaskóla. Fræðslunefnd

lýsir yfir ánægju með dægradvöl skólans og telur málefni frítímans vera á

réttri leið. Nefndin er að skoða tengingu dægradvalar við íþróttastarf

UMFÞ.

b. Matsaðferðir. Þarfagreining fræðslunefndar.

i. Skólaakstur: Skólastjóri gerði grein fyrir skólaakstri. Málinu

frestað til næsta fundar.

ii. Nýting skólahúsnæðis: Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju

með tilkomu Þarfagreiningarnefndar og óskar eftir að fá að fylgjast

með.

iii. Árangur nemenda: Málið rætt í sambandi við slakan

árangur í samræmdum prófum á Suðurnesjum. Málinu frestað til

næsta fundar.

iv. Annað: Skólabrúin rædd. Lenu Rós falið að skoða

samstarf skóla og leikskóla.

 

c. Stefna Vatnsleysustrandarhrepps í fræðslumálum: Fræðslunefnd hefur

skipt með sér verkum við stefnumótunina.

 

Fundi slitið kl. 21:30

Getum við bætt efni síðunnar?