2. fundur ársins 2004 í Fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
mánudaginn 23. febrúar kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Lena Rós Matthíasdóttir, Bergur Brynjar Álfþórsson, Anna Rut
Sverrisdóttir, Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir og Salvör Jóhannesdóttir . Ritari
fundargerðar er Lena Rós Matthíasdóttir.
1. mál Leikskóli.
a. Kynning. Uppbygging á innra starfi. Enn er unnið að uppbyggingu
innra starfs leikskólans. Salvör nefnir að Skólamálaskrifstofa hafi
haldið vel utan um starfsliðið. Haldnir eru fundir með reglulegu
millibili. Hver og einn fær að tjá sig um allt er varðar stefnu
leikskólans og starfsreglur að vinna eftir. Ingibjörg Hilmarsdóttir og
Gylfi Jón Gylfason stýra þessu. María Hermannsdóttir tók við starfi
aðstoðarleikskólastjóra. Deildastjórafundir eru einu sinni í viku,
fagfundir tvisvar sinnum í mánuði og starfsmannafundir tvisvar í
mánuði. Salvör telur andrúmsloftið í leikskólanum vera mjög á réttri
leið. Hlutfall faglærðra hefur þó lækkað, en ein faglærð sagði upp
störfum og ein er í fæðingarorlofi. Í dag eru því einungis fimm með
leikskólakennarapróf (tvær eru í námi).
b. Göngustígur. Aðgengi leikskólabarna að fjöru. Áætlað er að gera
göngustíg frá leikskólanum niður að fjöru, með tengingu við
Brekkugötu. Sú leið myndi ekki einungis auðvelda börnunum aðgengi
að fjörunni, heldur einnig tengja íbúa Brekkugötu við Suðurgötu og
Vogagerði. Fræðslunefnd hvetur hreppsnefnd til að hraða
framkvæmdum við þennan göngustíg.
c. Leiksvæði. Vandamál er varða grasblettinn. Vandinn virðist fólgin í
drenlögnum sem ekki hafa undan vatnssöfnun á lóðinni. Salvör sér
fyrir sér að þessar lagnir yrðu færðar til betri vegar og svæðið
hellulagt. Fræðslunefnd lýsir yfir áhyggjum vegna frárensliskerfis
leikskólans almennt. Vonda lykt leggur frá starfsmannasalernum og
stíflur í lögnum eru alltof algengar. Leggur Fræðslunefnd til að þessi
mál verði tekin til ýtarlegra skoðana og færð til betri vegar við
sumarlokun leikskólans í júlí.
d. Gjöf Lionsmanna til leikskólans. Lionsklúbburinn Keilir, (í samstarfi
við JC) ætlar er að gefa leikskólum á Suðurnesjum ræðupúlt úr legó-
kubbum. Munu Lionsmenn sjálfir setjast við kubbana og koma þeim í
rétt form. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með skemmtilegt framtak.
2. mál Grunnskóli.
a. Þarfagreining skólaaksturs. Fræðslunefnd hyggst kanna akstursþörf
skólabifreiðar með því að senda könnun inn á hvert heimili hreppsins í
mars.
b. Námsárangur. Samræmd próf 4. og 7. bekkja. Snæbjörn gerði grein
fyrir útkomu síðustu prófa. Farið var nánar í niðurstöður og borið
saman við landsmeðaltal. Þá gerði Snæbjörn grein fyrir niðurstöðu úr
lestrarátakinu sem verið hefur í gangi í vetur. Kemur Stóru-Vogaskóli
vel út úr því átaki.
c. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 12. feb. 2004. Ráðstefna um
upplýsingatækni í skólastarfi, dagana 5.-6. mars. Ráðstefnan hefur
verið kynnt kennurum skólans.
d. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 12. feb. 2004. Dagsetning
komin á samræmd próf í 4. og 7. bekk, næsta skólaár. Skólastjóra
hefur borist bréfið.
3. mál Annað.
a. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 10. feb. 2004. Grunnskólaþing
sveitarfélaga, föstudaginn 26. mars 2004. Yfirskrift þingsins er: ,,Er
grunnskólinn kominn til sveitarfélaganna?”
Fundi slitið kl. 20:50