3. fundur ársins 2004 í Fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
mánudaginn 29. mars kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Ólafur Tryggvi Gíslason, Helga Sigurlaug Friðfinnsdóttir, Oktavía
Jóhanna Ragnarsdóttir, Þorbera Fjölnisdóttir, Dagmar Eiríksdóttir og Snæbjörn
Reynisson. Ritari fundargerðar er Lena Rós Matthíasdóttir.
1. mál Grunnskóli.
a. Þarfagreining skólaaksturs. Skoðanakönnun tilbúin og fer í hús á
næstu dögum.
b. Stuðningskennsla fyrir samræmd próf. Tillaga skólastjóra er að
aukatímar verði alls 50. Fræðslunefnd leggur til að sú tillaga verði
samþykkt.
c. Skóladagatal næsta skólaárs. Snæbjörn kynnti drög að skóladagatali
skólaársins 2004-2005.
2. mál Annað.
a. Foreldrakönnun á leikskóla. Fræðslunefnd óskar eindregið eftir því að
fá niðurstöður könnunarinnar í hendur.
b. Foreldrar barna í 4. bekk grunnskólans funduðu í síðustu viku. Er það
álit þess hóps að bekkurinn sé of fjölmennur. Ætla þessir foreldrar að
beita sér fyrir því fyrir næsta skólaár að bekknum verði skippt upp í
tvær einingar.
Fundi slitið kl. 20:06