Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 17. maí 2004 kl. 19:00 - 21:15 Iðndal 2

4. fundur ársins 2004 í Fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 17. maí kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Ólafur Tryggvi Gíslason, Helga Sigurlaug Friðfinnsdóttir,

Kjartan Hilmisson, Bergur Álfþórsson, Þorbera Fjölnisdóttir, Salvör

Jóhannesdóttir, Dagmar Eiríksdóttir og Snæbjörn Reynisson. Ritari

fundargerðar er Lena Rós Matthíasdóttir.

 

1. mál Leikskóli.

a. Kynning á nýungum í skólastarfi. Salvör kynnti fyrir nefndinni

áform um heilsustefnu í leikskólanum. Lögð verður áhersla á

heilsusamlegt mataræði og virka kennslu í íþróttum og hreyfingu.

Eins verður haldið utan um skráningar er varða heilsu og þroska

barnanna. Salvör sér þetta sem hagræðingu á starfinu og aukin

gæði í starfi.

b. Kynning á afrakstri uppbyggingar innra starfs.

Starfsfólk leikskólans var allt fengið með í uppbyggingarvinnuna

og kallað eftir virkri þátttöku frá hverjum og einum. Sú leið gekk

vel. Samantekt Skólamálaskrifstofu leiddi til þeirrar niðurstöðu að

starfsfólkið óskaði eftir frekari stuðningi. Þórkatla

Aðalsteinsteinsdóttir (sálfræðingur) var því fengin með fyrirlestur

um jákvæð samskipti. Guðríður Helgadóttir (Fræðsluskrifstofu

Reykjanesbæjar) tók starfsmannaviðtöl ásamt Salvöru. Í ljós kom

að jákvæðni starfsmanna gagnvart starfinu hefur aukist.

Skólamálaskrifstofa hefur nú lokið afskiptum

c. Annað. Salvör gerir nefndinni grein fyir því að leikskólinn sé í

mjög góðum málum hvað varðar fagmennsku innanhúss. 7

faglærðir leikskólakennarar, einn með íþróttakennarramenntun og

kokkur.

 

2. mál Grunnskóli.

a. Fjölþætt könnun Fræðslunefndar, Íþrótta- og tómstundanefndar og

grunnskólans. Svör við könnuninni eru enn að berast inn. Málinu

frestað til næsta fundar.

b. Kynning á uppbyggingarstefnunni, leiðir til bættrar hegðunar og

betri samskipta í skólaumhverfinu. Frestað til næsta fundar.

c. Bréf frá foreldrum barna í 4. bekk. Meðfylgjandi er fyrrgreint bréf.

Fræðslunefnd metur stöðuna svo að grípa þurfi inn í þetta mál hið

fyrsta. Nú þegar er stuðningsfulltrúi í þessum bekk og fer stór hluti

af hans tíma í að styðja við tvo einstaklinga með sértækar þarfir.

Fjölgað hefur um 4 börn á ári í þessum bekk frá upphafi

skólagöngu þeirra. Miðað við þá þróun og miðað við öran vöxt

sveitarfélagsins, er rétt að gera frekar ráð fyrir fjölgun í bekknum

en fækkun. Þó skal bent á að miðað við stöðuna eins og hún er í

 

dag, væri mjög æskilegt að skipta bekknum upp. Besta hugsanlega

lausn í dag, væri því að bæta við skólastofu og kennarastöðu.

Fræðslunefnd gerir það að tillögu sinni, að bætt verði við einni

kennarastöðu. Mun það létta á þar til lokið hefur verið við stækkun

skólans.

 

Fundi slitið kl. 21:15

Getum við bætt efni síðunnar?