5. fundur ársins 2004 í Fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
mánudaginn 26. maí kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Ólafur Tryggvi Gíslason, Helga Sigurlaug Friðfinnsdóttir,
Kjartan Hilmisson, Bergur Álfþórsson, Þorbera Fjölnisdóttir, Dagmar
Eiríksdóttir og Snæbjörn Reynisson. Ritari fundargerðar er Lena Rós
Matthíasdóttir.
1. mál Leikskóli.
a. Ráðning í stöðu leikskólastjóra. Þrjár konur sóttu um stöðu
leikskólastjóra. Fræðslunefnd leggur til að málinu verði frestað
þar til búið er að kanna ferilskrár umsækjenda betur og tala við
meðmælendur.
2. mál Grunnskóli.
a. Ráðning í kennarastöður. Fjögur hafa sótt um stöðu kennara við
Stóru-Vogaskóla. Þrjú með réttindi grunnskólakennara og einn
leiðbeinandi (að hefja fjarnám í kennslufræðum). Skólastjóri
kynnti umsækjendur, en hefur ekki skoðað alla til hlýtar. Málinu
frestað til næsta fundar.
Fundi slitið kl. 20:25