Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

66. fundur 01. september 2014 kl. 18:00 - 18:00 í StóruVogaskóla
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Marta G. Jóhannesdóttir varaformaður
  • Brynhildur Hafsteinsdóttir aðalmaður
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Svava Bogadóttir, skólastjóri
  • Una N. Svane
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ársskýrsla 2013 - Heilsuleiksólinn Suðurvellir

1408013

Ársskýrsla leikskólans Suðurvalla fyrir árið 2013 lögð fram. Leikskólastjóri gerði grein fyrir helstu atriðum skýrslunnar og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

2.Starfsáætlun leikskólans 2014 - 2015

1408014

Starfsáætlun leikskólans skólaárið 2014 - 2015 lögð fram til kynningar. Leikskólastjóri fór yfir starfsáætlunina á fundinum og gerði grein fyrir einstökum atriðum hennar. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með vel unna starfsáætlun.

3.Húsnæðismál grunnskólans

1404060

Fræðslunefnd leggur til að myndaður verði starfshópur um húsnæðismál grunnskólans. Nefndin leggur til að skólastjóri grunnskólans eigi sæti í starfshópnum. Starfshópnum verði falið að greina húsnæðisþörf grunnskólans og koma með tillögur að framtíðarlausn húsnæðismála skólans.

4.Fundargerð aðalfundar Landskerfis bókasafna

1405017

Lögð fram fundargerð aðalfundar Landskerfis bókasafna 2014.

5.Könnun um fyrirkomulag og framkvæmd reglugerðar nr. 584/2010

1405024

Lögð fram skýrsla með niðurstöðum úttektar á sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum.
Una K. Svane forstöðumaður bókasafnsins kynnti utan dagskrár áformaða bókmenntakynningu í samvinnu við Menningarráð Suðurnesja. Nefndin fagnar verkefninu.

Fræðslunefnd færir Stóru-Vogaskóla innilegar hamingjuóskir í tilefni þess að hafa hlotið Landgræðsluverðlaunin 2014.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?