Mættir: Áshildur Linnet, Helga Friðfinnsdóttir, Kjartan Hilmisson, Snæbjörn
Reynisson, Salvör Jóhannesdóttir, Oktavía Ragnarsdóttir, Bergur Álfþórsson
Fundur settur kl. 17:55
Formaður kynnti sig fyrir nefndarmönnum og óskaði eftir að þeir kynntu sig stuttlega.
Því næst var tekið til starfa samkvæmt boðaðri dagskrá.
a) Bréf frá Kjartani Hilmissyni
Snæbjörn svaraði fyrsta lið bréfsins með tilliti til reynslu fyrri verkfalla kennar og
hvernig foreldrar geta aðstoðað börn sín m.a. með efni af skólavefnum. Ræddi
hann um þá röskun sem nú er fyrirsjáanleg s.s. frestun samræmdra prófa. Kjartan
spurði hvort sérstök ástæða væri til að vekja áhuga foreldra á skólavefnum.
Snæbjörn taldi ekki sérstaka ástæðu til þess.
Annar liður bréfsins. Formaður benti á að líklegt væri að þessi liður yrði til hliðar
við þann samning sem gerður verður við kennara. Snæbjörn útskýrði hvernig slík
mál hafa hingað til verið afgreidd. Í framhaldi að umræðum um þennan lið
samþykktu nefndarmenn eftirfarandi ályktun:
Fræðslunefnd leggur til við Hreppsnefnd Vatnsleysu-
strandarhrepps að grunnskólabörnum í hreppnum verði bætt
upp, eftir fremsta megni, það námstap sem skapast hefur í
verkfalli kennara. Leggur fræðslunefnd til að það verði gert
með tilliti til aldurs, þroska og násmsstigs barnanna.
Þriðji liður bréfsins, Salvör og Snæbjörn fóru yfir hvernig ráðningamálum í
skólunum er háttað.
Salvör kynnti þá tvo starfsmenn Suðurvalla sem öðlast hafa kennararéttindi frá
vori. Einnig greindi hún frá stöðu í kennara og leiðbeinindamálum almennt. Í
framhaldi af þessari umræðu spurði Bergur um hvernig starfið almennt gengi í
leikskólanum. Greindi Salvör frá stöðu mála og einnig stuttlega frá því að nú væri
leikskólinn orðinn heilsuleikskóli. Óskaði Bergur Salvöru til hamingju með
ánægjulega þróun í starfi Suðurvalla.
Fjórði liður bréfsins, vísað í að málið verður tekið fyrir undir c-lið auglýstrar
dagskrár.
b) Verkfall grunnskólakennara
Almennar umræður um verkfall grunnskólakennara og aðstæður í nútíma
skólahaldi.
c) Stefnumótun nefndarinnar
Formaður lagði til að sérstakur fundur yrði haldinn í fræðslunefnd til að fjalla um
áframhald stefnumótunarvinnu. Snæbjörn ræddi stuttlega um skólaakstur
grunnskólabarna og að nefndin yrði að marka stefnu í þeim málum.
Salvör vék af fundi kl. 18:45
Bergur lagði til að fundur vegna stefnumótunar nefndarinnar yrði haldinn innan
mánaðar. Var það samþykkt.
d) Viðbygging skólans
Snæbjörn greindi frá því að smávægilegar breytingar hafi orðið á þeim teikningum
sem lagðar voru fyrir nefndina á næsta fundi.
e) Önnur mál
Bergur Álfþórsson kom með eftirfarandi fyrirspurn:
Hvers vegna var samningi við Skólamálaskrifstofu Reykjanesbæjar sagt upp og
hvers vegna var fræðslunefnd ekki greint frá málinu?
Snæbjörn greindi frá þeirri hlið málsins sem hann þekkir, m.a. þeim vanda að ekki
hafi verið nægjanlega ljóst hvað verið var að greiða fyrir en kostnaður hreppsins
hefur verið um 4 milljónir á ári. Verið sé að skoða hvort hægt sé að taka upp
annað kerfi sem gæti verið ódýrara en þó sérstaklega skilvirkara. Snæbjörn greindi
frá að samningurinn væri í gildi fram til áramóta.
Óskaði Bergur formlega eftir því að Hreppsnefnd upplýsi um stöðu málsins og
ástæður þess hvers vegna fræðslunefnd hafi ekki verið upplýst um málið.
Fyrirspurn Bergs vísað til Hreppsnefndar.
Kjartan lagði til að fundargerðir Fræðslunefndar verði settar inn á vef hreppsins
líkt og fundargerðir annara nefnda. Var tillagan samþykkt. Formaður tók að sér að
kanna framkvæmd málsins.
Formaður lagði til að fundartími nefndarinnar yrði færður fram til 17:30 urðu
nefndarmenn ásáttir að færa fastan fundartíma til 18:00 og skulu reglulegir fundir
haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar.
Fundi slitið kl. 19:40