Mættir: Áshildur Linnet, Ólafur Tryggvi Gíslason, Bergur Álfþórsson, Snæbjörn
Reynisson og Þorbera Fjölnisdóttir
Fundur settur kl. 18:25
1. Þjónustusamningur við Skólamálaskrifstofu
Formaður greindi frá því að borist hefði tölvupóstur frá sveitarstjóra þar sem
greint var frá því að hreppsnefnd hefði ákveðið að fresta endurskoðun á
þjónustusamningi við skólamálaskrifstofuna fram á vor að beiðni Eiríks
Hermannssonar fræðslustjóra.
2. Skólaakstur – viðhorfskönnun meðal íbúa á Vatnsleysuströnd
Formaður greindi frá niðurstöðum úr könnun á þjónustuþörf vegna aksturs
skólabíls sem framkvæmd var í maí 2004. Umræður um könnunina og skólaakstur
almennt. Formaður lagði til að málið yrði skoðað nánar og formlegar reglur yrðu
gerðar. Málinu frestað til næsta fundar.
3. Skipulag skólahalds út skólaárið
Formaður las upp bréf frá Hreppsnefnd dags. 09. desember 2004 og bréf frá
Menntamálaráðuneytinu til sveitastjórna dags. 22. nóvember 2004. Því næst
greindi formaður frá því að síðastliðinn laugardag hefði verið haldinn fundur sem
sveitarstjóri, skólastjóri og formaður fræðslunefndar sátu þar sem ræddir voru
möguleikar á að vinna upp kennslu á skólaárinu. Því næst var Snæbirni gefið orðið
og greindi hann frá hugmydum sínum varðandi málið.
Kjartan Hilmisson mætti til fundar kl. 19:05
Umræður um tillögu skólastjóra.
Eftirfarandi tillaga var gerð til Hreppsnefndar til samþykktar í heild eða einstaka
liðum:
a) Reynt verður að fækka þeim dögum sem ætlaðir eru til annara starfa en
beinnar kennslu. Prófdögum nemenda verði fækkað og nemendur látnir taka
próf (miðsvetrarpróf) sem mest á virkum kennsludögum. Með því mætti spara
2-4 nemendadaga. Einnig mætti fækka prófdögum að vori með breyttum
áherslum og spara 1-2 prófdaga. Þemadaga má fella niður og breyta í almenna
kennsludaga og vinna þannig 3 kennsludaga. Með þessu væri hægt að vinna að
hámarki 10 kennsludaga (tvær kennsluvikur) og að lágmarki 7 daga.
b) Að vorverkadagurinn 27. maí verði felldur niður og notaður sem almennur
nemendadagur.
c) Mánudagurinn 20. desember bættist inn frá fyrra skóladagatali og með því
bættist við einn kennsludagur í desember.
d) Mælt er með að veita 10 tímum til aukins undirbúnings fyrir hverja námsgrein
til samræmdra prófa í 4., 7., og 10. bekk. Lagt er til að gerður verði samningur
við foreldra um að skyldumæting verði í auka tíma. Slíkt þyrfti að gerast í
samráði við kennara, bæði kennslufyrirkomulag og tímafjöldi.
e) Keyptur verði auka kennsludagur af kennurum fyrsta þriðjudag eftir páksafrí
að því gefnu að kennarar samþykki að vinna þann dag.
Kjartan Hilmisson lagði þar að auki til að skipulagsdagar kennara, 4. janúar, 21.
janúar, 18. febrúar, 20. apríl og 20. maí yrðu notaðir sem almennir kennsludagar
og þeir yrðu færðir yfir á laugardaga og kennurum greitt sérstaklega fyrir vinnu á
skipulagsdögum.
4. Önnur mál
a) Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 10. desember 2004
varðandi samræmd próf í 10. bekk í grunnskóla vorið 2006
b) Rætt frekar um endurskoðun á samningi við skólamálaskrifstofu.
Fræðslunefnd óskar eftir því að fá að tilnefna fulltrúa í þann hóp sem
sér um að endurskoða þjónustusamning við skólamálaskrifstofuna.