Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 31. janúar 2005 kl. 18:10 - 19:55 Iðndal 2

Mættir: Helga Friðfinnsdóttir, Ólafur Tryggvi Gíslason, Bergur Álfþórsson , Oktavía

Ragnarsdóttir, Þorbera Fjölnisdóttir og Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði

fundargerð

 

Fundur settur kl. 18:10

1. Skólaakstur

Formaður kynnti þær upplýsingar um skólaakstur sem nefndinni hefur borist eftir

að leitað var til annara sveitarfélaga. Miklar umræður um hvaða reglur ætti að

setja, ákveðið að drög að reglum verði tilbúin fyrir næsta fund og að búið verði að

leita ráða um drögin hjá skólastjóra og skólabílstjóra. Málinu frestað til næsta

fundar.

2. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu

Formaður las upp bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 14. janúar 2005 þar sem

tilkynnt er um dagsetningar samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði fyrir

nemendur í 4. og 7. bekk haustið 2005

3. Önnur mál

a) Fyrirspurn frá Bergi til Þorberu

Bergur spurði hvort Olveus eineltisáætlunin næði einnig til starfsmanna

íþróttahúss? Bergur taldi að eftirlit vantaði í búningsklefa á skólatíma.

Þorbera vissi ekki til þess að starfsmenn íþróttahússins tækju þátt. Miklar

umræður um þetta mál og hvað væri til lausnar.

 

Kjartan Hilmisson mætti til fundar 19:05

 

Formanni falið að senda forstöðumanni íþróttahúss fyrirspurn um hvernig

komið er í veg fyrir einelti í búningsklefum á skólatíma.

b) Gæsla eftir skólatíma

Oktavía spurði hvers vegna verið sé að nota Boruna fyrir gæslu eftir skóla

sem er óviðunandi húsnæði. Umræður um aðstöðuna sem börnunum er

boðin og hvaða möguleikar væru í stöðunni. Umræður um hvernig

gæslunni verði háttað þegar nýja skólabyggingin verður komin í notkun.

Fræðslunefnd gerir eftirfarandi ályktun:

„Fræðslunefnd lýsir yfir áhyggjum sínum vegna aðbúnaðar sem börnum í

frístundarskóla er boðið uppá í Borunni. Hvetur nefndin til að annara

úrræða verði leitað hið fyrsta eins og t.d. í íþróttamiðstöð eða í öðru

viðunandi húsnæði“

c) Fulltrúi foreldra grunnskólabarna

 

Oktavía spurðist fyrir um hvernig nefndin vildi sjá fulltrúa foreldra í

nefndina því að fulltrúi foreldraráðs hefur hingað til setið á fundum en ekki

fulltrúi foreldrafélagsins. Umræður um mögulega þátttöku foreldra.

d) Skólabúningar

Kjartan lagði til að kannaðir yrðu möguleikar á að taka upp skólabúninga

við Stóru-Vogaskóla. Jákvæð umræða um málið. Ákveðið var að skoða

þetta mál betur og að nefndarmenn kynni sér allar hliðar málsins. Málinu

frestað til næsta fundar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:55

Getum við bætt efni síðunnar?