Mættir voru: Bergur Álfþórsson, Ólafur Tryggvi Gíslason, Salvör Jóhannesdóttir, María
Hermannsdóttir, Snæbjörn Reynisson og Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði fundargerð.
Helga Friðfinnsdóttir boðaði forföll
Fundur settur kl. 19:10
1. Um kynningarmál á vegum grunnskólans
Snæbjörn greindi frá því að fyrirhugað væri að fréttabréf frá skólanum kæmi út í júní þegar
búið væri að ganga frá ráðningum starfsmanna. Hann fór jafnframt yfir hluta að væntanlegum
breytingum á skólastarfi en kynningarfundur verður haldinn til að kynna bæði breytingarnar
og skólastarfið almennt.
2. Skólalok og skólabyrjun grunnskóla
Snæbjörn greindi frá að skólaslit voru þann 2. júní og var það í síðasta skipti sem skólaslitin
eru haldin á núverandi sal skólans. Skólaslitin voru hefðbundin og m.a. voru veitt verðlaun
fyrir góðan námsárangur. Næstkomandi haust mun skólastarfið hefjast með
einstaklingsviðtölum. Skólasetning er ráðgerð 22. ágúst samkvæmt skóladagatali. Einnig á að
halda opinn kynningarfund sem ekki hefur enn þá verið dagsettur.
3. Staðan í starfi Suðurvalla
Salvör og María fóru yfir það helsta í starfi leikskólans. Greindu þær vel frá ferð starfsmanna
til Danmerkur þar sem margar góðar hugmyndir kviknuðu, starfsmenn fengu gott tækifæri til
að kynnast leikskólastarfi í öðru umhverfi og samstaða og samkennd óx meðal starfsmanna.
Voru Salvör og María sammála um að ferðin hefði í alla staði verið einstaklega vel heppnuð
og nauðsynleg tilbreyting fyrir starfsmenn.
Salvör greindi frá árlegri sveitarferð leikskólabarna, hvernig tekist hefði til og frá upplifun
barnanna í ferðinni.
Salvör fór yfir mál heilsuleikskólans og greindi frá þvi að skólinn vonaðist eftir útnefningu
sem „heilsueflingarleikskóli“ frá Lýðheilsustöð á Jónsmessunni. Hvatti Salvör til almennrar
þátttöku í stefnu heilsueflingarleikskólans
4. Önnur mál
Ekki komu fram nein mál undir þessum lið
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:20