Mættir voru: Bergur Álfþórsson, Hanna Helgadóttir, Oktavía Ragnarsdóttir, Salvör
Jóhannesdóttir, María Hermannsdóttir, Snæbjörn Reynisson, Guðbjörg Kristmundsdóttir og
Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði fundargerð.
Fundur settur kl. 18:10
1. Sérfræðiþjónusta fyrir grunnskóla- og leikskólabörn
Formaður og skólastjórar greindu frá fundi með sveitarstjóra varðandi sérfræðiþjónustu fyrir
grunn- og leikskólabörn í hreppnum. Farið var yfir þá sérfræðiþjónustu sem þörf hefur verið
fyrir. Sú þjónusta sem mest þörf er fyrir er sérkennsluráðgjöf, sálfræðiþjónusta og þjónusta
talmeinafræðings.
Bergur spurði hvort hreppurinn hefði komið eitthvað að stjórnun Skólamálaskrifstofunnar
og fékk það svar að svo hefði ekki verið.
Snæbjörn fór yfir starfsmannamál skrifstofunnar og hvaða starfsmenn hafa sinnt þjónustu
við börn í hreppnum og hvernig breytt skipan starfsmanna á skólamálaskrifstofu getur haft
áhrif á þá þjónustu sem er veitt í hreppnum.
Leikskólafulltrúi hefur átt að koma einu sinni í mánuði á leikskólann en brotalöm hefur
verið á þeirri þjónustu auk þess sem Salvör telur starfsmenn ráða sjálfa við að sinna þeim
útreikningum sem leikskólafulltrúinn hefur haft með höndum. Snæbjörn greindi frá því að
skólamálaskrifstofan hafi farið yfir vinnuskýrslur kennara en með einfaldari
kennarasamningum sé einfaldara að fara yfir slíkar skýrslur nú en áður fyrr. Formaður greindi
frá því að hreppsskrifstofan myndi væntanlega taka þessa yfirferð að sér.
Skólamálaskrifstofa hefur séð um símenntun en báðir skólastjórar telja að símenntunin
sem í boði hefur verið hafi ekki nýst nægjanlega vel. Snæbjörn benti á að skólastjórarnir í
hreppnum hafi litla möguleika á að hafa áhrif á hvaða námskeið eru í boði í
símenntunaráætlun skólamálaskrifstofunnar. Báðir skólastjórarnir eru á því að það nýtist
skólunum betur að kaupa námskeið fyrir sína kennara-/starfsmannahópa.
Snæbjörn greindi frá því að hann teldi helsta kostinn við sjálfstæði að geta valið þá
sérfræðinga sem eru fengnir til starfa. Einnig greindi hann frá því að næstu viku mun
væntanlega verða gengið frá samningi við sálfræðing og talmeinafræðing.
Bergur greindi frá áhyggjum sínum að hugsanlega yrði sérfræðiþjónusta ekki auðsótt fari
kostnaður við hana fram yfir ákveðið mark. Salvör greindi frá því að börnin ættu lagalegan
rétt á þessari þjónustu og því óttaðist hún ekki að hreppurinn viki sér undan ábyrgð sinni.
Oktavía spurði hversu greiðan aðgang skólarnir kæmu til með að hafa að
sérfræðingunum. Snæbjörn greindi frá því að um yrði að ræða ákveðna viðveru og þar að
auki aukna þjónustu gerist þess þörf.
Farið var í grófum dráttum yfir þau kerfi sem styðja við börn sem eiga við örðuleika eða
fötlun að stríða.
2. Ráðningar starfsmanna
a) Grunnskóli
Kennarar sem ráðnir hafa verið eru Svetlana Moroshkina í stöðu íþróttakennara, Steinunn
Elsa Bjartmarsdóttir í stöðu heimilisfræðikennara, Guðrún Svava Viðarsdóttir í stöðu
textílkennara og Valgerður Guðlaugsdóttir í stöðu myndmenntakennara. Aðrir starfsmenn
sem ráðnir voru eru Hanna Helgadóttir eldhússtarfsmaður og Margrét Helgadóttir, Inger
Christensen og Octavia í stöðu ræstitækna. Snæbjörn greindi frá því að gerðar hefðu verið
breytingar á stöðum skólaliða.
2
b) Leikskóli
Auglýst var í síðustu viku eftir leikskólakennara eða starfsmanni í 100% stöðu. Tveir
starfsmenn hættu en þar sem færri börn eru í leikskólanum í ár en í fyrra er væntanlega
næginlegt. Ágústa Ögerby var ráðin í ræstingar en Hanna Helgadóttir hefur verið í
afleysingum í leikskólanum. Starfsmannaviðtöl eru nú í gangi og mun væntanlega verða
komin niðurstaða í starfsmannamálin mjög fljótlega. Greint verður nánar frá ráðningum á
næsta fundi nefndarinnar.
3. Breytt kennsluskipan í grunnskóla
Snæbjörn greindi frá því í stuttu máli hvaða breytingar hafa verið gerðar á yngsta- og
miðstigi. Vísaði hann í umfjöllun Ingu Sigrúnar í síðasta fréttabréfi. Á miðstigi er notast við
svokallað regnbogakerfi þar sem börnunum er skipt uppí hópa eftir verkfærni.
4. Nýjar stundatöflur í leikskóla
María greindi frá hópaskiptingu í leikskólanum en þar er skipt í hópa eftir aldri. Í ár verða
hóparnir ekki bundnir við deildir og einnig verða færri í hverjum hóp. Íþróttir, listsköpun og
umhverfi eru þemaverkefni sem börnin fara í í hópastarfi. Öll börn byrja í hópastarfi þegar
þau hafa náð 2ja ára aldri en fagstóri sér um hópastarf á hverju sviði.
5. Skóladagatal
a) Grunnskóli
Snæbjörn lagði fram skóladagatal en það hefur ekki tekið breytingum frá því í vor. Umræður
um mögulegar breytingar í apríl. Ekki er gert ráð fyrir neinum skíðaferðum á dagatalinu en
ástæðan er að ekki hefur verið hægt að treysta á að skíðasvæðin séu opin á þeim tíma sem
slíkar ferðir eru ráðgerðar. Rætt um hvernig kennsla er brotin upp á skólaárinu.
b) Leikskóli
Salvör lagði fram skóladagatal leikskólans.
Bergur lagði til dagskrárbreytingu þess efnis að önnur mál yrðu liður nr. 6 og húnsæðismál
nr. 7. Var það samþykkt
6. Önnur mál
a) Bergur ræddi um að börnum sem fengin voru til að aðstoða við fluttning húsganga úr
félagsmiðstöðinni hefði verið ekið um bæinn á pallbíl. Snæbjörn harmaði þetta atvik og
ætlar að gera athugasemdir við málið.
b) Oktavía spruðist fyrir um ritfangaakaup barna á yngsta- og miðstigi og hvort þetta hafi
ekki verið rætt innan nefndarinnar. Formaður greindi frá því að þetta hefði ekki verið
kynnt nefndinni. Snæbjörn greindi frá þvi að foreldrum barna á yngsta stigi hafi verið
greint frá þessu fyrirkomulagi á vormánuðum en vildi hann einnig taka fram að foreldrar
eru ekki skyldugir til að taka þátt. Greindi hann frá því að hugsunin væri m.a. sú að
börnin væru öll með sama ritfangakost og einnig mætti með þessu koma í veg fyrir að
börn vantaði ritföng til að nota í skólanum.
c) Staðfest endurritun úr fundargerðabók Vatnsleysustrandarhrepps dags. 8. júní 2005.
Fræðslunefnd óskar eftir nánari skýringum hreppsnefndar á hvað mætti betur fara í
orðalagi í drögum um reglur um skólaakstur.
d) Bréf frá skrifstofun varðandi nefndarstarf dags. 9. júní 2005 þar sem greint er frá að
Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir hafi verið kjörin sem aðalmaður T-lista. Formaður bauð
Oktavíu velkomna til starfa í nefndinni
3
e) Rætt um setu Hönnu Helgadóttur varamanns H-lista í nefndinni þar sem Hanna er nú
starfsmaður grunnskólans. Óskar nefndin eftir áliti hreppsnefndar varðandi setu Hönnu í
Fræðslunefnd.
f) Formaður ræddi um notkun nýs salar í húsnæði grunnskólans í tilefni að greininni
„Glaðheimar líða undir lok“ í 34. tölublaði Víkurfrétta. Í ljósi ummæla sveitarstjóra í
nefndri grein um „ráðstefnu-, veislu- og fundarsal“ við Stóru-Vogaskóla ítrekar
fræðslunefnd ábendingu sína til hreppsnefndar með tilvísun í 9 gr. reglugerðar nr.
113/1958
g) Oktavía spurðist fyrir um hvernig væri tekist á við þroskafrávik barna á leikskólanum.
Salvör greindi frá því hvernig brugðist væri við slíkum málum. Að unnið væri með
barnið í samvinnu fagmenntaðra og ófaglærðra starfsmanna. María greindi frá því
hvernig börn læra í gegnum leik og mikilvægi þess jafnt fyrir fötluð sem ófötluð börn.
7. Húsnæðismál grunnskóla
Snæbjörn fór með nefndarmenn í kynningarferð um húnsæði skólans.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:50