Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 24. október 2005 kl. 18:30 - 20:40 Iðndal 2

Mættir voru: Bergur Álfþórsson, Fanney Ósk Ingvaldsdóttir, Oktavía Ragnarsdóttir, María

Hermannsdóttir, Guðbjörg Kristmundsdóttir og Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Fundur settur kl. 18:18:30

1. Ráðningar starfsmanna á Suðurvöllum

María greindi frá því að það hafi vantað starfsmann í 100% stöðu frá því að sumarfríum lauk

en að lokum hafi tekist að ráða en sá starfsmaður getur ekki byrjað fyrr en 14. nóvember.

Þrátt fyrir þá ráðningu mun vanta fleiri starfsmenn til að hægt verði að taka inn börn af

biðlista. Pláss er í leikskólanum en starfsmenn vantar í eina til tvær stöður. Einn starfsmaður

hefur sagt upp störfum frá og með áramótum

Salvör Jóhannesdóttir mætti til fundar kl. 18:40

Frá áramótum bætist þá við annað stöðugildi sem þarf að manna.

2. Útnefning Suðurvalla sem heilsueflingarleikskóli

Salvör greindi frá því að Lýðheilsustöð hefur samþykkt að stefna leikskólans sé samkvæmt

stefnu um heilsueflingarleikskóla. Formleg vottun hefur ekki farið fram þar sem

Lýðheilsustöð hyggst ekki taka upp slíka vottun fyrr en með vorinu.

Salvör lagði fram námskrá Suðurvalla en búið er að uppfæra þá námsskrá sem lögð var fram

2003 með tilliti til heilsueflingarstefnunnar.

Formaður óskaði Salvöru og Maríu hjartanlega til hamingju með nýju námskrána og þann

árangur sem náðst hefur í starfinu.

Námskráin byggir á aðalnámskrá leikskóla sem Menntamálaráðuneytið gefur út og stefnu um

heilsueflingarleikskóla þar sem hverjum leikskóla er frjálst að taka upp þá stefnu er hann kýs.

Oktavía spurðist fyrir um hvort einhverjir starfsmenn leikskólans væru í námi núna og tjáði

Salvör henni að hún væri sú eina af starfsmönnunum sem væri í námi að svo stöddu.

Snæbjörn Reynisson mætti til fundar kl. 19:00

3. Samvinnuverkenfi milli grunn- og leikskóla

Snæbjörn lagði fram og fór yfir bréf Ingu Sigrúnar Atladóttur deildarstjóra á yngsta stigi,

dags. 18. október 2005. Fram kom að mannekla á leikskólanum hafi komið niður á

samstarfinu þó svo að telja megi að samstarfið sé í góðum farvegi. Salvör greindi frá því að

starfsmenn leikskólans telji þetta samstarf mjög mikilvægt þar sem það auðveldar börnunum

skiptin á milli skólastiga. María greindi frá því að mikilvægt væri að einhverskonar

sameiginleg námskrá fyrir þetta starf til þess að mannabreytingar verði ekki til þess að byrja

þurfi starfið frá grunni í hvert skipti.

Báðir skólastjórar greindu frá áhuga sínum á að þróa samstarf skólastiganna en frekar.

María og Salvör viku af fundi 19:20

 

2

 

4. Agamál í Stóru-Vogaskóla

Snæbjörn fór yfir almennar skólareglur varðandi agamál og svar sitt til nefndarinnar. Einnig

lagði hann fram bréf Jóns Inga Baldvinssonar aðstoðarskólatjóra, dags. 19. október 2005, bréf

Ingu Sigrúnar Atladóttur, deildarstjóra yngsta stigs, dags. 17. október 2005, og bréf Lindu

Sjafnar Sigurðardóttur, dags. 19. október 2005.

Bergur spurðist fyrir um hversu lengi mætti víkja nemendum úr skóla og greindi Snæbjörn frá

því að heimilt væri að víkja nemendum úr skóla í viku í senn en að skólanum bæri að leita

úrræða fyrir nemandann.

Farið var yfir bréf þeirra Jóns Inga, Ingu Sigrúnar og Lindu Sjafnar. Guðbjörg greindi einnig

frá hvernig málið horfir við henni. Rætt um alvarleg agavandamál fárra nemenda og hvaða

lausnir væru hugsanlegar.

Snæbjörn greindi frá því að ekki væri sátt í skólanum um stöðu agamála hvort sem væri með

tilliti til hegðunar eða námsaga. Greindi hann einnig stuttlega frá könnun sem hann hefur gert

meðal nemenda á unglingastigi um viðhorf til bekkjarins. Í máli hans kom fram að 8. bekkur

sker sig frá hvað varðar ánægju í bekknum.

Rætt um að gera þurfi skólareglur sýnilegri og auka þurfi virðingu barnanna fyrir gildandi

reglum.

Ákveðið að fresta umræðum undir þessum lið til næsta fundar.

 

5. Olweusarverkefni

Snæbjörn lagði fram og fór yfir skriflegt svar sitt við fyrirspurn nefndarinnar um niðurstöður

könnunar sem gerð var í tengslum við Olweusarverkefnið. Greindi Snæbjörn m.a. frá því að

þær niðurstöður sem komu væru ekki eign skólans heldur væri það Unnur Kristjánsdóttir

verkefnisstjóri sem hefði þessi gögn.

Umræður um einelti í íþróttahúsi og á hvaða tíma dags það væri hugsanlega. Erfitt að meta

það þar sem börnin gera ekki greinarmun á því hvort um skólatíma er að ræða eða ekki.

Snæbjörn greindi frá því að áhugi væri fyrir því að María Jóna starfsmaður Þróttar kæmi inní

Olweusarverkefnið.

Umræður um hvar er hætta á einelti með tilliti til hönnunar skólahúsnæðis og tilhögun

stundataflna á milli stiga.

6. Kynfræðsla í Stóru-Vogaskóla

Snæbjörn greindi frá því að kynfræðslan væri partur af náttúrufræði og/eða líffræðikennslu í

skólanum. Greindi hann frá áherslum úr skólanámskrá frá 6.-10. bekk. Skóla-

hjúkrunarfræðingur kemur inní kennsluna í 6. og 10. bekk. Árlega er komið frá

Alnæmissamtökunum með kynfræðslu fyrir unglingastig þar sem lögð er áhersla á ábyrga

kynhegðun.

Guðbjörg greindi frá því að það væri undir hverjum kennara komið hversu ítarlega væri farið

í kynfræðslu í lífsleiknitímum. Taldi hún æskilegt að hluti fræðslunnar færi fram hjá

umsjónakennara m.a. vegna þess trausts sem ríkir milli bekkjar og umsjónarkennara.

 

3

 

7. Mötuneyti grunnskóla

Snæbjörn vísaði til þess að gjaldkrá fyrir þjónustu á vegum skólans væri aðgengileg á vef

sveitarfélagsins og að upplýsingar sem snerta rekstarniðurstðu mötuneytis ætti að fást hjá

reikningshaldara skólans. Vísaði hann því erindi fræðslunefndar til reikningshaldara.

8. Önnur mál

a) Bergur spurðist fyrir hvort búið væri að ganga frá samningum við sérfræðinga til

að sinna þeim verkenfum sem skólamálaskrifstofa hafði áður á sínum snærum.

Snæbjörn greindi frá því að búið væri að ganga frá samningi við Þóreyju

Eyþórsdóttur sál- og talmeinafræðing. Vinnur hún fasta 10 tíma fyrir skólann á

viku en bæti við tímum krefjist verkefni þess. Gerður hefur verið samningur við

Önnu Dóru Antonsdóttur sérkennsluráðgjafa og tekur hún að sér þau verkefni

sem vísað er til hennar. Sérkennsluráðgjafi vinnur eftir fastri gjaldskrá fyrir hvert

tilvik. Samningar þessir gilda jafnt fyrir grunn- og leikskóla.

b) Formaður las upp bréf Helgu Ragnarsdóttur formanns foreldraráðs Stóru-

Vogaskóla, dags. 21. október 2005. Greindi Snæbjörn frá því að nú væri leitað að

nýjum fulltrúa í ráðið í stað fulltrúa sem féll út vegna persónuhaga.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:40

Getum við bætt efni síðunnar?