Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

12. fundur 28. desember 2005 kl. 18:10 - 20:25 leikskólanum Suðurvöllum

Mættir voru: Bergur Álfþórsson, Fanney Ingvaldsdóttir, Oktavía Ragnarsdóttir, Salvör

Jóhannesdóttir, María Hermannsdóttir, Snæbjörn Reynisson, Guðbjörg Kristmundsdóttir, Dagmar

Eiríksdóttir og Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Fundur settur kl. 18:10

1. Málefni einstakra nemanda við Stóru-Vogaskóla

Umræður færðar í trúnaðarmálabók

2. Málefni tvítyngdra barna og barna með annað móðurmál en íslensku í Stóru-

Vogaskóla

Snæbjörn mun taka saman skriflega skýrslu um málið og leggja fyrir næsta fund. Málinu

frestað til næsta fundar.

3. Mannaráðningar í leikskóla

Salvör greindi frá því að nokkrar umsóknir hafi borist um auglýstar stöður leikskólakennara.

Katrín Rós Friðriksdóttir, tanntæknir, hefur verið ráðin. Hún hefur reynslu af starfi á leikskóla

og starfi með fötluðum börnum. Einnig hefur verið ráðin Elín Margrét Helgadóttir. Munu þær

báðar hefja störf 2. janúar í 100% stöðum. Ekki sótti neinn faglærður leikskólakennari um

stöðurnar.

Salvör greindi frá því að ekki verði unnt að taka inn öll börn á biðlista en hugsanlega yrði

hægt að laga þau mál þegar á líður. Oktavía spurðist fyrir um hvort einhver börn sem nálgast

væru skólaaldur væru á biðlista og greindi Salvör frá því að eitt barn sem er að nálgast

skólaaldur væri á biðlista og unnið yrði að því að koma því barni inn en tekið væri inn af

biðlistum eftir dagsetningu umsókna.

Bergur spurðist fyrir um hversu mörgum börnum hægt væri að koma að á leikskólanum

væri hann fullmannaður. Salvör greindi frá að leikskólinn væri skráður fyrir 82 börn, en mest

hafa verið 76 börn. Nú eru 64 börn í leikskólanum þ.e.a.s. að meðtöldum þeim börnum sem

komast að nú um áramótin.

Oktavía spurðist fyrir um hvort mikið væri um veikindaforföll starfsmanna og greindi

Salvör frá því að svo væri.

4. Önnur mál

a) Áshildur spurðist fyrir um hvers vegna ekki væri búið að bæta úr öryggismálum við

leikskólann með tilfærslu girðingar áður en svartasta skammdegið skall á. Salvör greindi

frá því að umhverfisfulltrúi hefði greint frá að vegna annríkis hefði ekki verið unnt að

færa girðinguna en girðingarefnið býður í garðskála leikskólans.

b) Dagmar spurðist fyrir um hvort vart hefði orðið við fíkniefnaneyslu meðal nemenda í

grunnskólanum. Svar Snæbjörns fært í trúnaðarmálabók

c) Oktavía spurðist fyrir um sturtuaðstöðu fyrir nemendur í leikfimitímum skóla. Umræður

um þann tíma sem nemendur hafa til að fara í sturtu og þá aðstöðu sem er fyrir hendi.

Snæbjörn greindi frá því að nú sé ekki kynskipt í leikfimi og því ekki eins mikið álag í

búningsklefum þar sem hópurinn skiptist á tvo klefa. Fanney greindi einnig frá því að nú

hafi sturtuskylda verið afnumin hjá börnum í fimmta bekk og eldri.

d) Snæbjörn lagði fram svar við fyrirspurn Bergs frá 10. fundi

5. Kynning á starfsemi og húsnæði leikskólans

 

2

 

Salvör og María kynntu fundarmönnum starfsemi og húsnæði skólans.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:25

Getum við bætt efni síðunnar?