Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 30. janúar 2006 kl. 18:10 - 19:10 Iðndal 2

Mættir voru: Helga Friðfinnsdóttir, Fanney Ingvaldsdóttir, Bergur Álfþórsson, Oktavía

Ragnarsdóttir, Snæbjörn Reynisson og Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði fundargerð.

Fundur settur kl. 18:10

1. Umræður um málefni nemanda

Umræða færð í trúnaðarmálabók

2. Innflytjendur og tvítyngd börn við Stóru-Vogaskóla

Snæbjörn lagði fram gögn um innflytjendur og tvítyngd börn í skólanum. Umræður um

málefni þessara barna.

3. Önnur mál

a) Áshildur spurðist fyrir um hvort búið væri að kynna foreldrum reglur um

skólaakstur? Ákveðið að reglurnar á vef skólans svo að foreldrar geti kynnt sér

þær og vísa í reglurnar í næsta fréttabréfi sveitarfélagsins.

b) Snæbjörn greindi frá því að hann væri búinn að gera þær kannanir sem hann

ætlaði að gera á þessu skólaári. Vann hann könnun um líðan nemenda í tímum á

unglingastigi, einnig starfsmannakönnun og könnun meðal foreldra. Niðurstöður

þessara kannana voru almennt jákvæðar. Helstu niðurstöður verða kynntar í

fréttabréfi sveitarfélagsins.

c) Snæbjörn greindi frá því að tveir fatlaðir nemendur munu koma í skólann á næsta

skólaári. Annar nemandinn er einhverfur og hinn er hreyfihamlaður. Ráðgert er

að óska ráðgjöf frá Holtaskóla vegna stuðnings við einhverfa nemandann.

d) Bergur spurðist fyrir um árangur nemenda í miðsvetrarprófum og hvort kennarar

væru ánægðir með árangurinn. Snæbjörn greindi frá því að ekki væri enn þá búið

að ræða niðurstöður prófa til fullnustu þar sem prófaniðurstöður væru nokkuð

nýjar.

e) Bergur spurðist fyrir hvort skólinn yrði var við notkun foreldra á Mentornum.

Snæbjörn greindi frá því að því miður væri galli mentorsins að hann væri ekki

gagnvirkur svo að skólastjórnendur geta ekki fylgst með því hver svörun foreldra

er. Umræður um notkun á Mentornum.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:10

Getum við bætt efni síðunnar?