Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 27. mars 2006 kl. 18:00 - 19:30 Iðndal 2

Mættir voru: Fanney Ingvaldsdóttir, Bergur Álfþórsson, Oktavía Ragnarsdóttir, Salvör

Jóhannesdóttir, María Hermannsdóttir og Áshildur Linnet sem jafnframt ritaði fundargerð.

Fundur settur kl. 18:00

1. Málefni leikskóla

a) Áshildur spurðist fyrir um inntöku barna í haust og starfsmannamál. Salvör

greindi frá því að ekki væri komið í ljós hvenær þau börn sem hætta núna í sumar

og haust koma til með að hætta. María greindi frá að a.m.k. hætti 16 börn í haust.

 

Helga Friðfinnsdóttir og Dagmar Eiríksdóttir mættu til fundar kl. 18:16

 

b) Bergur spurðist fyrir um hvernig biðlistar stæðu núna. Greindi Salvör frá því að

ekki væri hægt að gera sér fulla grein fyrir fjölda barna sem í raun væru á biðlista

þar sem mörg hefðu ekki náð aldri og önnur væru ekki flutt til sveitarfélagsins en

samt komin á biðlista.

c) Oktavía spurði útí vistun yngstu barna og hvort hámark væri á lengdinni. Salvör

greindi frá því að ekki væri neitt hámark á vistunartíma. Umræður um

vistunartíma.

d) Áshildur spurðist fyrir um framkvæmdir við lóð, hvernig þær ganga og hvort

frekari framkvæmda væri þörf. Salvör greindi frá því að búið sé að setja upp

girðinguna en verið sé að leggja gangstéttina. Gert er ráð fyrir að nýr inngangur

verði tekinn í notkun næstu daga. Nauðsynlegt er að endurnýja girðinguna allan

hringinn. Umræður um lóðina og vandamál við vatnssöfnun o.fl. Greindi Salvör

frá því að ekki hefði verið komist algerlega fyrir þau vandamál sem glímt hefur

verið við vegna vatnssöfnunar þó svo að ástandið væri betra en áður.

e) Bergur spurðist fyrir um hvort leikskólinn væri að nýta sérkennsluúrræði. Salvör

greindi frá því að greiningar hafi farið í gegnum Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

og nýlega hafi verið gerður samningur við sálfræðing. Þar með er

sálfræðiþjónusta og talmeinaþjónusta orðin aðgreind og telur Salvör að það verði

betra fyrirkomulag. Greindi hún frá því að allir þeir samningar sem gerðir hafa

verið eru til bráðabyrgða.

f) Helga spurðist fyrir hvort Salvör teldi leikskólann fá næga sérfræðiþjónustu.

Salvör greindi frá því að þjónustan hafi ekki verið næg og þess vegna hafi nýlega

verið bætt við samningi við sálfræðing.

 

Snæbjörn Reynisson mætti til fundar kl. 18:30 og á sama tíma véku Salvör Jóhannesdóttir og

María Hermannsdóttir af fundi.

2. Málefni grunnskóla

a) Áshildur spurðist fyrir um hvort þörf væri á sérstökum undirbúningi fyrir

samræmd próf í 10. bekk. Snæbjörn taldi að það væri nauðsynlegt að hafa

aukatíma líkt og undanfarin ár. Nú væru 18 nemendur að fara í samræmd próf.

Fræðslunefnd beinir því til bæjarstjórnar að samþykkt verði auka fjárveiting til að

hægt verði að kenna 10 aukatíma í hverri grein til samræmds prófs.

b) Helga spurðist fyrir um hvort grunnskólinn fái næga sérfræðiþjónustu fyrir

nemendur skólans. Snæbjörn telur sérfræðiþjónustuna ganga vel og ekki hefur

 

2

 

verið bið eftir þjónustu undir hinu nýja fyrirkomulagi. Hann taldi þó að

samningar verði endurskoðaðir og hugsanlega verði farið í samstarf við

Sandgerði og Garð til að ná hagstæðari samningum.

 

Guðbjörg Kristmundsdóttir mætti til fundar kl. 18:40

 

c) Bergur spurðist fyrir um hvernig gengi með eineltisáætlunina. Snæbjörn greindi

frá að Olweusaráætlunin væri í gangi. Frekari umræður undir þessum lið færðar í

trúnaðarmálabók.

d) Snæbjörn greindi frá niðurstöðu úr dómsmáli E1783/2005 við Héraðsdóm

Reykjaness. Bergur spurðist fyrir hvers vegna fræðslunefnd hefði ekki frétt af

þessu dómsmáli fyrr en dómur er fallinn. Snæbjörn taldi athugasemd Bergs eiga

fullan rétt á sér. Tók hann fram að skólanum hefði ekki verið stefnt heldur

sveitarfélaginu.

 

3. Önnur mál

a) Dagmar greindi frá því að foreldrafélag grunnskólans hyggðist reyna að

tölvuvæða samskipti félagsins við foreldra vegna dræmrar mætingar á fundi

foreldrafélagsins. Er það von stjórnar félagsins að þetta auki á samskipti milli

foreldra. Foreldrafélagið þarf því að fá svæði inná heimasíðu skólans. Dagmar

greindi einnig frá því að stjórn foreldrafélagsins hefur verið í sambandi við

bekkjarfulltrúa til að kanna hvað gert hefur verið.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.19:30

Getum við bætt efni síðunnar?