Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 30. júní 2006 kl. 20:30 - 23:30 Iðndal 2

Mættir voru: Áshildur Linnet, Bergur Álfþórsson, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Sigurður Karl

Ágústsson, Snæbjörn Reynisson og Erla Lúðvíksdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Nefndin skipti með sér verkum

Bergur kjörin varaformaður, Ragnhildur Hanna kjörin ritari,

2. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir.

Formaður kynnti stefnu E-listans varðandi gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Formanni var falið

að fylgja málinu eftir í samstarfi við skólastjóra og bæjarstjóra.

3. Heilsustefna við Stóru Vogaskóla.

Formaður fór yfir áherslur vegna heilsustefnunar sem samþykkt var samhljóða að taka

upp. Áformað er að innleiða heilsustefnuna í áföngum og byrja á mötuneyti skólans.

Ákveðið var að athuga hvort samnýta mætti næringarfræðing þann er sinnir

leikskólanum.

4. Breytingar á skipulagi náms á unglingastigi.

Skólastjóri fór yfir breytingar sem innleiddar verða næsta haust og lagði fram greinargerð

þar um.

5. Skóladagatal 2006-2007

Skóladagatal lagt fram og samþykkt af fræðslunefnd. Í fyrsta skipti í langan tíma mun

verða vetrarfrí, sem kennarar munu nýta til náms og kynnisferðar til Belgíu.

6. Starfsmannamál.

Skólastjóri fór yfir starfsmannamál. Litlar breytingar verða á næsta ári. Ráða þarf

kennara í 3 stöðugildi og 1 stuðningsfulltrúa. 5 umsóknir bárust um kennarastöður og 4

um stuðningsfulltrúastöður – skólastjóra falið að ganga frá ráðningum í kjölfar umræðna.

Einnig er nú verið að ráða umsjónarmann skólamannvirkja. Nefndin tekur undir með

skólastjóra að æskilegt sé að umsjónamaður hafi fasta skilgreinda viðveru í skólanum, og

þá undir verkstjórn skólastjóra.

7. Staða á sérfræðiþjónustu.

Skólastjóri leggur fram skýrslu um sérfræðiþjónustu og fylgir henni eftir í umræðum við

nefndarmenn.

Nefndin leggur til að skólastjóri í samvinnu við bæjarstjóra fari yfir samninga vegna

sérfræðiþjónustu og skili tillögum til fræðslunefndar svo fljótt sem verða má.

8. Tækjakostur Stóru-Vogaskóla.

Skólastjóri upplýsir um stöðu mála í skólanum í skýrslu til nefndarinnar. Brýnast er að

koma upp nýjum netþjóni, nefndir skorar á bæjarstjórn að bregðast fljótt við þessum

vanda.

9. Náms-/starfsáætlun.

Skólastjóri upplýsir með skýrslu framkvæmda og þróunaráætlun.

 

2

 

10. Önnur mál.

Formaður kynnir pakka þann er fylgdi fundarboði, sem inniheldur lög er nefndin ber að

kunna skil á sem og námsskrár leik og grunnskóla.

Skólastjóri leggur til að nefndin setji sér vinnureglur og leggur fram hugmyndir þar um.

Formaður minnir á að nefndin starfar eftir erindisbréfi, en fagnar framlagi skólastjóra og

byður nefndarmenn að taka tillit til tillagna skólastjóra.

Rædd er heimasíða Stóru Vogaskóla.

Formaður beinir því til nefndarmanna að þeir kynnir sér vel þau gögn er skólastjóri lagði

fram, og vísað er í að ofan.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 23:30

Getum við bætt efni síðunnar?