Mættir voru: Áshildur Linnet, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Sigurður Karl Ágústsson, Íris Bettý
Alfreðsdóttir og Bergur Álfþórsson sem einnig ritar fundargerð.
1. Málefni bókasafns.
Guðrún Jónsdóttir bókavörður mætir á fund nefndarinnar og gefur nefndinni yfirlit yfir
störf sín og bókasafnsins. Bókasafnið á um 10 – 11 þúsund bindi af bókum, og er helsta
verkefni bókavarðar nú er að færa bókasafnið inn í Landskerfi Bókasafna. Þá er
skráningu er lokið gefst tækifæri til s.k. millisafnalán bóka.
Umræður um hvernig auka mætti aðsókn að bókasafninu.
Rætt um framboð á bókum á erlendum tungumálum fyrir tvítyngd börn.
Formaður þakkaði Guðrúnu greinargóð svör.
Guðrún Jónsdóttir víkur af fundi kl 18:25
Salvör Jóhannesdóttir og María Hermannsdóttir mæta til fundar kl 18:30
2. Starfsmannamál Suðurvalla.
Salvör fór yfir stöðu starfsmannamála, 7 starfsmenn hætta og búið er að ráða í þær stöður.
Þ.e. 2 í eldhús og 5 leiðbeinendur. Enginn leikskólakennari sótti um. Enn vantar í eina
stöðu til afleysinga.
Menntaðir leikskólakennarar verða 4 á næsta starfsári.
Miklar umræður um mönnunar og starfsmannamál. Skólastjóri lýsti því að nauðsynlegt
væri að hafa aðgang að afleysingafólki til að fylla í skörð sem myndast fyrirvaralítið
vegna veikinda o.þ.h.
3. Sérfræðisþjónusta fyrir leikskólabörn.
Salvör fór yfir stöðu sérfræðiþjónustu og lagði fram skýrslu þar um.
Salvör taldi rökréttast að samningar sem gerðir verða um sérfræðiþjónustu verði með
endurskoðunarákvæðum (um áramót) svo reynsla fyrri hluta skólaárs verði látin ráða um
þörf á sérfræðiþjónustu seinni hluta skólaársins – tekur nefndin undir það.
Salvör telur einsýnt að auka þurfi fjárframlög til þessa málaflokks á næsta skólaári.
Salvöru og Maríu er falið að finna sérfræðinga sem nýst gætu fyrir leikskólann og
undirbúa í samstarfi við Bæjarstjóra samstarfssamninga fyrir næsta skólaár.
4. Leikskólalóð.
Salvör fór yfir stöðu mála vegna lóðar og húss og lagði fram lista yfir það sem gera þarf
og líklegt er að verði gert. Hún upplýsti að frá byggingu nýja hluta skólans hafi hann
lekið, og illa hafi gengið að fá úr því bætt. Fram kom að strax á fyrsta ári hafi verið
gerðar athugasemdir við frágang við byggingaraðila og úttekt verið gerð á húsinu. Lýsir
2
nefndin undrun sinni á að byggingaraðili hafi enn ekki bætt úr ágöllum á húsinu.
Fræðslunefnd hvetur bæjarstjórn að taka á þessu máli hið fyrsta.
5. Vistun barna á leikskólaaldri.
Einungis eitt barn er á biðlista, auk þriggja sem ekki eru komin á leikskólaaldur.
6. Önnur mál.
Engin tekin fyrir að þessu sinni.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:55