Mættir voru: Áshildur Linnet, Bergur Álfþórsson, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Sigurður Karl
Ágústsson og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir sem einnig ritar fundargerð.
Einnig mættir: Snæbjörn Reynisson skólastjóri, Sigurður Rúnar Símonarson og Guðbjörg
Kristmundsdóttir fulltrúar kennara, Dagmar Eiríksdóttir fulltrúi foreldrafélagsins og Guðrún
Jónsdóttir bókasafnsvörður
1. Kynning á bókasafni
Guðrún kynnti bókasafnið. Kom m.a. fram í máli hennar að óhentugt er að opið sé á milli
bókasafns og gangs. Einnig að tilfinnanlega vantar hillur í almenningsbókasafn. Lögð
fram kostnaðaráætlun vegna hillukaupa.
Endurskoða þarf fjárveitingu til bókakaupa og telur fræðslunefnd að bókavörður eigi að
hafa aðkomu að fjárhags og framkvæmdaáætlun fyrir safnið. Bókasafni vantar
nauðsynlega tölvu til notkunar fyrir almenning.
Reglur um útlán og mögulegt samstarf við bókasöfnin á Suðurnesjum ræddar. Nefndin
tekur jákvætt að hefja samstarf.
Lagt er til að Lestrarfélagið Baldur fái sér símalínu og verði skráð í símaskrá.
Rætt um opnunartíma bókasafnsins.
Fulltrúi bókasafns vék af fundi kl. 18:40
Fulltrúar grunnskóla mættu til fundar kl. 18:45
2. Samanburður á niðurstöðum samræmdra prófa.
Skólastjóri kynnir niðurstöður samræmdra prófa og samanburð við Suðurkjördæmi og
landið. Lagt fram minnisblað með tölulegum upplýsingum. Skólastjóri sagði frá
framkvæmd og úrvinnslu prófanna.
3. Fjarvistir af skólalóð.
Skólastjóri svaraði fyrirspurn fræðslunefndar. Í svari hans kom fram að almenna reglan í
skólareglum er sú að brottför af skólalóð á skólatíma sé óheimil nema með leyfi foreldra.
Foreldrar geta skrifað undir leyfi fyrir börnin sín varðandi slíkt. Þetta hafa all nokkrir
foreldrar gert. Nemendur þurfa þó að yfirgefa skólalóð vegna íþróttatíma og eins geta
verið eyður í stundaskrá miðstigs og unglingadeildarnemenda sem erfitt er að halda
reglunni virkri varðandi. Þetta mætti þó gera með auknu eftirliti og eftirfylgni.
Formaður fræðslunefndar spyr um aðstöðu fyrir nemendur í eyðum. Umræður um
hvernig hægt er að leysa það að nemendur að fari út af skólalóðinni í heimildarleysi.
4. Skólanámskrá
Meirihluti gerir athugasemdir við að skólanámskrá var ekki kynnt fræðslunefnd til
umsagnar áður en hún tók gildi. Stjórnendur skólans gátu því ekki tekið tillit til
athugasemda fræðslunefndar. Skriflegar athugasemdir afhentar skólastjóra og lagt til að
almennur hluti skólanámskrár verði kynntur fræðslunefnd í vor og það sem við bætist við
ráðningu kennara eins fljótt og auðið er. Skólastjóri skýrði fyrir nefndinni vinnuferlið við
gerð skólanámskrár.
2
5. Málefni nemenda með lögheimili utan sveitarfélags.
Umræður. Ákveðið að reglur verði ekki gerðar nema í nánu samstarfi við
skólastjórnendur. Nefndin óskar eftir tillögum frá skólastjórnendum og nefndarmönnum.
6. Agamál og brottrekstur úr skóla
Fræðslunefnd vill að fram komi að börn sem eiga við félagsleg- og/eða andleg vandamál
að stríða eiga að njóta annara úrræða en að vera vísað úr skóla. Stóru-Vogaskóli og
fræðslunefnd virðast við núverandi aðstæður ekki hafa úr að spila viðunandi úrræðum
fyrir þennan hóp nemenda.
Meirihluti fræðslunefndar leggur til að sett verði í gang athugun á því hvort ekki skuli
taka aftur upp samstarf við skólamálaskrifstofu. Samþykkt samhljóða.
7. Bréf formanns fræðslunefndar til skólastjóra
Skólastjóri svaraði á minnisblaði.
8. Önnur mál
Hugmyndir ræddar um skipulag á vordögum.
Fulltrúi foreldrafélagsins ræddi um leikhúsferðir og foreldrarölt.
Snæbjörn greindi frá að niðurstöður úr síðustu eineltiskönnun verði kynntar í Tjarnarsal
næstkomandi föstudag kl. 13:50. Taldi hann mikilvægt að einhverjir nefndarmenn mæti.
Nefndin óskar kennurum góðrar ferðar í námsferð sinni til Belgíu.
Fulltrúar kennara og Sigurður Karl Ágústsson viku af fundi kl. 21:10
9. Kynning á húsnæði Stóru-Vogaskóla
Skólastjóri kynnti nefndarmönnum og fulltrúa foreldra húsakynni skólans
Ragnhildur Hanna vék af fundi kl. 21:50
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22:20.