Mættir voru: Íris Bettý Alfreðsdóttir, Jóhanna Lára Guðjónsdóttir, Áshildur Linnet, Bergur
Álfþórsson og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir sem einnig ritar fundargerð.
Einnig mættir:Guðrún Jónsdóttir, Snæbjörn Reynisson skólastjóri, Guðbjörg Kristmundsdóttir,
Sigurður Rúnar Símonarson og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.
1. Málefni Bókasafns
Bókavörður greinir frá stöðu mála á bókasafni. Rætt um gjaldskrárhækkun. Lagt til við
bæjarstjórn að verð bókasafnsskírteina verði 1200 kr. til samræmis við
nágrannasveitarfélögin.
Guðrún Jónsdóttir víkur af fundi kl. 18:13
Fulltrúar grunnskóla mæta á fund kl. 18:24
2. Drög að reglum fyrir starfsemi Stóru-Vogaskóla.
Skólastjóri leggur fram athugasemdir við drögin og fulltrúi kennara sendir
nefndarmönnum tillögur og málið tekið fyrir á næsta fundi.
Nefndin óskar eftir því við bæjarstjórn að fá að stofna starfshóp til að vinna þessar reglur.
Róbert Ragnarsson bæjarstjóri mætir til fundar kl. 18:31
3. Drög að fjárhagsáætlun í fræðslumálum.
Umræður um fjárhagsáætlun ársins 2007.
Fulltrúi kennara spyr um launaliði. Bæjarstjóri svaraði og skýrði áætlunina.
Bæjarstjóri víkur af fundi.
4. Sérfræðiþjónusta.
Skólastjóri fór yfir það ferli sem fer í gang í skólanum þegar barn þarf sérfræðiþjónustu.
Kynnti einnig starf nemendaverndarráðs. Umræður verða teknar upp síðar.
5. Önnur mál
a) Nýsköpunarkeppni. Formaður kynnti hugmyndir atvinnumálanefndar, Vogar eftir 20
ár. Vel er tekið í hugmyndina og gæti hún komið til framkvæmdar í febrúar og
skilafrestur fram að páskum. Fræðslunefnd óskar eftir að atvinnumálanefnd vinni að
hugmyndinni í samvinnu við starfsmenn grunnskólans.
b) Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 05-12-2006 um breytingu á reglugerð #
415/2000 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra prófa í 4. og 7. bekk grunnskóla
lagt fram til kynningar.
c) Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Samþykkt.
2
d) Bréf frá foreldrum barna í Stóru-Vogaskóla dags. 16-12-2006.
Bréfið er lagt fram, og formaður leggur til að afgreiðslu bréfsins verði frestað til næsta
fundar. Formaður felur skólastjóra að svara nefndinni þeim atriðum bréfsins sem að
stjórnun skólans snúa.
e) Skólastjóri segir frá niðurstöðum foreldrakönnunar sem gerð var í nóvember.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:52