Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

12. fundur 26. febrúar 2007 kl. 18:00 - 20:41 Iðndal 2

Mættir voru: Íris Bettý Alfreðsdóttir, Sigurður Karl Ágústsson, Áshildur Linnet, Erla

Lúðvíksdóttir og Bergur Álfþórsson sem einnig ritar fundargerð.

Einnig mættir:Guðrún Jónsdóttir, María Hermannsdóttir, Oddný Þóra Baldvinsdóttir, Snæbjörn

Reynisson skólastjóri, Guðbjörg Kristmundsdóttir, Sigurður Rúnar Símonarson, Dagmar J.

Eiríksdóttir og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.

 

1. Kynning á drögum að samstarfssamingi bókasafna á Reykjanesi.

Samningsdrögin kynnt.

Fræðslunefnd fagnar fyrirhuguðu samstarfi og vonast til að það verði til að efla

Lestrarfélagið Baldur enn frekar.

Ræddur opnunartími bókasafnsins og mögulegar breytingar á honum. Guðrúnu falið að

framkvæma könnun á viðhorfi viðskiptavina lestrarfélagsins til opnunartíma safnsins.

Guðrún upplýsir um áætlaða 30 daga sumarlokun safnsins sem hefst 23. júní.

Guðrún Jónsdóttir víkur af fundi kl. 18:24

María Hermannsdóttir mætir til fundar kl. 18:25

Oddý Þóra Baldvinsdóttir mætir til fundar kl 18:26

 

2. Tilhögun fræðslufunda fyrir foreldra leikskólabarna.

María kynnir fyrirhugaðar breitingar á tilhögun fræðslufunda, sem mun fækka vegna

slælegrar þáttöku foreldra.

Róbert Ragnarsson mætir til fundar kl. 18:32

 

3. Stækkun leikskóla og núverandi nýting.

Bæjarstjóri kynnir teikningu af fyrirhugaðri stækkun leikskóla samkvæmt þriggja ára

fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með nú hilli undir stækkun leikskólans og minnir á að

mikilvægt er að hraða hönnun og framgangi verkefnisins.

Snæbjörn Reynisson, Sigurður Rúnar Símonarson Guðbjörg Kristmundsdóttir og Dagmar

J. Eiríksdóttir mæta til fundar kl 18:45

 

2

4. Skólastefna Sveitarfélagsins Voga.

Í kjölfar fræðslufundar á vegum sambands íslenskra sveitarfélaga sem nefndarmenn sóttu

er lagt til að hafist verði handa við að vinna heildstæða skólastefnu fyrir sveitarfélagið.

Fræðslunefnd leggur til að skólastjórar hvetji starfsmenn og nemendur skólanna til að

varpa fram hugmyndum að skólastefnu til fræðslunefndar. Fundarmenn vinna í

sameiningu að fyrstu hugmyndum fyrir næsta fund, hugmyndir verði sendar á milli á

tölvupósti.

 

5. Verklagsreglur um tilkynningarskyldu starfsmanna leik-, grunn- og framhaldsskóla

til barnaverndarnefnda. Tillögur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Verklagsreglurnar lagðar fram.

Fræðslunefnd beinir því til skóla sveitarfélagsins að þeir tileinki sér þessar

verklagsreglur, og felur skólastjórum að kynna þær fyrir starfsfólki skólanna.

Grunnskólastjóri upplýsir að hann hafi þegar komið verklagsreglum þessum á framfæri til

starfsmanna Stóru-Vogaskóla.

 

6. Drög að samstarfssamningi við fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

Drögin lögð fram. Bæjarstjóri fer yfir drögin.

Umræður um 8 gr. á bls 6 í viðauka – bæjarstjóra falið að fá nánari útskýringar á þessu

ákvæði.

Fræðslunefnd vísar því til Bæjarráðs að ákvæði um þjónustu og þjónustuhraða verði skír í

samningum við fræðsluskrifstofu.

Fræðslunefnd fagnar því að á ný muni skólar sveitarfélagsins njóta þjónustu

fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

María Hermannsdóttir og Oddný Þóra Baldvinsdóttir víkja af fundi kl 19:43

 

7. Drög að reglum fyrir Stóru-Vogaskóla.

Framhald umræðu frá síðasta fundi.

Róbert Ragnarsson víkur af fundi kl 19:54

 

8. Drög og hugmyndir að móttökuáætlun fyrir nýja íbúa.

Drögin lögð fram og rædd.

 

9. Málefni mötuneytis grunnskóla.

Formaður greinir frá heimsókn næringarfræðings í Stóru-Vogaskóla og kynnir helstu

niðurstöður heimsóknarinnar.

 

3

 

10. Tækjamál grunnskóla.

Formaður greinir frá endurnýjun á tölvukosti grunnskólans. Fulltrúi kennara bendir á

skort á símum í kennslustofum sem brýnt sé að ráða bót á, nefndin tekur undir sjónarmið

fulltrúa kennara.

 

11. Önnur mál.

a) Fulltrúar H-lista bóka:

,,Við fulltrúar H listans í fræðslunefnd viljum að gefnu tilefni vekja athygli á niðurstöðu

könnunar sem gerð var í tengslum við foreldraviðtöl í Stóru-Vogaskóla.

Þar kom fram að yfirgnæfandi meirihluti foreldra var ánægður með starf skólans, s.s

kennslu, þjónustu, námsárangur, upplýsingaveitu, aðbúnað og skipulag.

Þessar niðurstöður eru starfsfólki skólans hvatning til áframhaldandi góðra verka.”

b) Skólastjóri ræðir stundartöflur og tímafjölda.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:41

Getum við bætt efni síðunnar?