Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

14. fundur 16. apríl 2007 kl. 18:00 - 20:04 Iðndal 2

Mættir voru: Íris Bettý Alfreðsdóttir, Áshildur Linnet, Bergur Álfþórsson, Sigurður Karl

Ágústsson og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir sem einnig ritar fundargerð.

Einnig mættir:, María Hermannsdóttir, Salvör Jóhannesdóttir, Jón Ingi Baldvinsson,Guðrún

Jónsdóttir, Guðbjörg Kristmundsdóttir og Kristín Hulda Halldórsdóttir.

1. Málefni bókasafnsins.

Samkomulag um samstarf bókasafnanna á Suðurnesjum kynnt. Guðrún skrifar undir fyrir

hönd sveitarfélagsins. Fræðslunefnd fagnar þessum samningi.

Brýnt að fá beintengdan síma fyrir bókasafnið. Bæjarstjóra falið að ganga í málið.

Lagt til að gefin verði út skírteini á “gervi kennitölu” fyrir kennara skólanna. Samþykkt.

Óskað eftir að gerast aðilli að félagi bókasafna, Upplýsingu. Guðrúnu falið að afla frekari

upplýsinga og lagt fyrir síðar.

Rætt um sektargreiðslur vegna vanskila bóka.

Bókavörður nær 67 ára aldri í sumar. Rætt um framhald starfs.

Bókaverði kynntar hugmundir að vinnu við skólastefnu Sveitarfélagsins.

Bæjarstjóri segir frá hugmyndum að héraðsskjalasafni.

Eftir er að skrá Stóru-Vogaskóla í Gegni. Upplýsinga aflað og tekið upp á næsta fundi.

Guðrún víkur af fundi kl. 18:24

2. Húsnæðismál leikskólans.

Fulltrúar leikskóla mæta til fundar kl. 18:24.

Salvör greinir frá hugmyndum leikskólakennara um húsnæði leikskólans sem lagðar voru

fyrir bæjarstjórn. Einnig greinir hún nefndinni frá hugmyndum kennaranna um lausar

skólastofur til að brúa bilið. Skólastjóri metur það sem svo að það þurfi að fara í stækkun

í haust.

Nefndin leggur til að hætt verði við stækkunaráform leikskólans og að þess í stað verði

aukinni þörf á leikskólarýmum mætt með “lausum” kennslustofum þar til nýr leikskóli

verður byggður.

3. Biðlistar á leikskóla og inntökuröðun í leikskóla.

Skólastjóri leggur fram biðlista flokkaða eftir aldri.

Bæjarstjóri kannar hversu stuttan fyrirvara þarf til að fá skólastofuna og upplýsa nefndina

á næsta fundi.

Fulltrúar grunnskóla mæta til fundar kl.19:09

4. Skólastefna Sveitarfélagsins Voga.

Tillögur meirihluta fræðslunefndar lagðar fram til kynningar og umræðu. Lagt til að fá

ráðgjafa frá Sambandi sveitarfélaga til að leiða hópinn í vinnunni.Fræðslunefnd

samþykkir tillöguna sem fyrsta vinnuplagg.

5. Samningur við fræðsluskrifstofu.

Greint frá ákvörðun um að samningurinn taki gildi 31.júlí 2007.

Fulltrúar leikskóla víkja af fundi kl. 20:04

 

2

6. Móttökuáætlun vegna nýrra nemenda.

Jón Ingi kynnir stöðu áætlunarinnar í grunnskólanum. Rætt um reglur við inntöku

nemenda.

7. Tillaga að kennslustundafjölda.

Afhent leiðrétt skjal vegna kennslustundafjölda. Jón Ingi leiðrétti það enn frekar.

Umræður um módel til útreikninga. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

8. Starfsmannamál grunnskóla.

Starfsmannamál rædd.

Lítur út fyrir að auglýsa þurfi 2-3 stöður . Hugmyndir um að bjóða kennaranemum í

skoðunarferð til að kynna þeim skólann og Sveitarfélagið.

9. Önnur mál.

a) Jón Ingi kynnir verkefnið Flott án fíknar. Beiðni um 10 tíma fyrir kennara til að

vinna þessa vinnu. Vísað til bæjarráðs.

b)Umræða um eineltismál og Olweus

c) 10 umsóknir hafa borist í skólastjórastöðuna og stefnt er að ráðningu um eða

eftir mánaðarmót.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:50

Getum við bætt efni síðunnar?