Mættir voru: Íris Bettý Alfreðsdóttir, Áshildur Linnet, Bergur Álfþórsson, Sigurður Karl
Ágústsson og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir sem einnig ritar fundargerð.
Einnig mættir: Róbert Ragnarsson, Snæbjörn Reynisson, Sigurður Rúnar Símonarson og Kristín
Hulda Halldórsdóttir.
1. Ráðning skólastjóra.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn í ljósi álitsgerðar að Sveini Alfreðssyni verði
boðin staða skólastjóra við Stóru-Vogaskóla.
Samþykkt einróma.
2. Kennslustundafjöldi næsta skólaár.
Umræður um kennslustundafjölda næsta skólaár og viðmið til útreikninga.
Fulltrúar kennara leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar kennara á fundi Fræðslunefndar Sveitarfélagsins Vogar, 24. apríl 2007, lýsa
áhyggjum sínum af þeim seinagangi sem verið hefur við að ákvarða tímafjölda til kennslu
og annarra starfa við Stóru-Vogaskóla fyrir skólaárið 2007 – 2008.
Þetta ástand setur skólastjórnendur í þann vanda að geta ekki tímanlega gengið frá
ráðningu kennara fyrir komandi skólaár og er þar með skólahaldi ársins stefnt í
óviðunandi óvissu.
__________________________ _____________________
Kristín Hulda Halldórsdóttir Sigurður R. Símonarson
Meirihluti fræðslunefndar leggur til að skólastjóri geri tillögu um kennslustundafjölda
fyrir skólaárið 2007-2008 og leggi fyrir bæjarráð. Ákvörðun um hvort stuðst verði við
bekkjarviðmið eða nemendaviðmið veði frestað til næsta árs og komi til framkvæmdar
skólaárið 2008-2009. Samþykkt með 4 atkvæðum 1 situr hjá.
Umræðum um skóladagatal frestað til næsta fundar.
Meirihluti fræðslunefndar hvetur skólastjórnendur Stóru-Vogaskóla til samstarfs við
stjórnendur leikskólans Suðurvalla vegna starfsdaga kennara.
Skólastjóri leggur fram beiðni um skammtímaleyfi kennara.Fræðslunefnd samþykkir.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.18:07