Mættir voru:Bergur Álfþórsson, Erla Lúðvíksdóttir, Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir, Jóhanna
Lára Guðjónsdóttir og Sigurður Karl Ágústsson. Ragnhildur ritar fundargerð í tölvu.
Einnig mættir: Sveinn Alfreðsson skólastjóri, Sigríður Ragna Birgisdóttir fulltrúi
grunnskólakennara og Jóngeir Hlinason fulltrúi foreldra grunnskólabarna.
1. Staða skólastjóra Stóru-Vogaskóla.
Sveinn Alfreðsson kemur til fundar og tilkynnir fræðslunefnd þá fyrirætlun sína að láta af
störfum sem skólastjóri Stóru-Vogaskóla eftir skólaárið. Skólastjóri upplýsir einnig að
aðstoðarskólastjóri hafi sótt um ársnámsleyfi, fræðslunefnd samþykkir að veita
aðstoðarskólastjóra ársleyfi og vonast til að sjá hann við skólann að ári.
Fræðslunefnd leggur til að bæjarráð hefji nú þegar vinnu við ráðningarferli stjórnenda við
Stóru-Vogaskóla.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 18:24