Mættir eru: Áshildur Linnet, Erla Lúðvíksdóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Sigurður Karl Ágústsson, María
Hermannsdóttir, Oddný Þóra Baldvinsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Sveinn Alfreðsson, Sigríður Ragna
Birgisdóttir, Guðrún Hreiðarsdóttir og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir sem jafnframt ritar fundargerð.
Dagskrá
Fulltrúar leikskólans mæta til fundar kl. 18:00
Fræðslunefnd býður Maríu Hermannsdóttur leikskólastjóra velkomna til starfa.
1. Inntökureglur fyrir leikskóla.
Reglur um úthlutun leikskólavistar í Sveitarfélaginu Vogum
Forsenda þess að barni sé úthlutað leikskólavist er að það eigi lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum, þó er
heimilt að sækja um leikskólavist fyrir börn með lögheimili utan sveitarfélagsins. Leikskólavist er úthlutað
eftir aldri barns þar sem eldri börn skulu fá vistun á undan sér yngri börnum. Þegar kemur að vali milli
barna sem fædd eru á sama ári skal aldur umsóknar gilda.
Sveitarfélagið Vogar áskilur sér rétt til að meta aðstæður eftirfarandi hópa og veita börnum sem við á
forgang á leikskólavist umfram önnur börn:
Fötluð börn (vottorð frá viðurkenndum greiningaraðila skal fylgja umsókn)
Börn með þroskafrávik (vottorð frá viðurkenndum greiningaraðila skal fylgja umsókn)
Börn sem búa við erfiðleika í félagsumhverfi – barnaverndarmál (vottorð frá
félagsmálayfirvöldum skal fylgja umsókn)
Börn sem búa á heimilum þar sem alvarleg veikindi eða fötlun eru innan fjölskyldu barnsins
(vottorð frá lækni eða öðrum opinberum aðilum skal fylgja umsókn)
Börn foreldra undir lögaldri (18 ára)
Börn einstæðra foreldra
Börn starfsfólks í leikskólum og fagfólks í grunnskólum Sveitarfélagsins Voga (beiðni frá
skólastjóra skal fylgja umsókn)
Forráðamönnum er heimilt að sækja um leikskólavist 6 mánuðum eftir fæðingu barns á þar til gerðum
umsóknareyðublöðum sem fá má á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga og á vefsíðu þess. Umsókn skal senda
til Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar.
Forráðamönnum er sent bréf þegar barn fær leikskóladvöl. Dvöl er háð því skilyrði að forráðamenn
skuldi ekki leikskólagjöld vegna eldra systkinis. Þegar leikskóladvöl hefur verið veitt og tilkynnt formlega
hafa forráðamenn 10 daga umhugsunarfrest, eftir það er barnið tekið af biðlista.
Á meðan að barn er á biðlista eiga forráðamenn rétt á því að fá upplýsingar um hvar á biðlistanum
barnið er statt. Röðun á biðlista er háð reglum þessum og því mögulegt að barn færist jafnt fram sem og
aftur á biðlistanum allt eftir samsetningu hans.
Inntökureglur lagðar fyrir og samþykktar af fræðslunefnd.
Fulltrúar bókasafns mæta til fundar kl. 18:10
2. Málefni bókasafns.
Bókavörður upplýsir um gjafir sem bókasafninu hafa borist og þakkar fræðslunefnd þessar gjafir.
Umræður um hljóðeinangrun á bókasafni. Málinu vísað til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.
Fulltrúar grunnskólans mæta til fundar kl. 18:30
3. Skólanámsskrá.
Skólanámsskrá löggð fram til kynningar og umræðum vísað til næsta fundar.
4. Yfirlit yfir skólaárið.
Skólastjóri leggur fram skóladagatal. Umræður teknar upp á næsta fundi.
Skólastjóri fer yfir starf vetararins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19:11