Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

30. fundur 18. ágúst 2009 kl. 18:00 - 19:30 leikskólanum Suðurvöllum

Mættir eru: Áshildur Linnet, Bergur Álfþórsson , Íris Bettý Alfreðsdóttir, María Hermannsdóttir,

Svava Bogadóttir, Jóngeir Hlinason, Guðrún Hreiðarsdóttir, Íris Pétursdóttir og Erla

Lúðvíksdóttir sem jafnframt ritar fundargerð.

Dagskrá

Fulltrúar grunnskólans mæta til fundar kl. 18:00

Fræðslunefnd býður Svövu Bogadóttur formlega velkomna til starfa sem skólastjóri Stóru-

Vogaskóla

1. Starfsmannamál grunnskóla

Skólastjóri kynnir stöðu starfsmannamála og er skólinn full mannaður.

2. Kennslustundafjöldi á skólaárinu 2008-2009

Lögð fram til umræðu beiðni skólastjóra um fjölgun kennslustunda við Stóru-Vogaskóla

fyrir skólaárið.

Fræðslunefnd leggur til að samkvæmt beiðni skólastjóra verði Stóru-Vogaskóla úthlutað

níu viðbótartímum á viku vegna íþróttakennslu í 1.-8. bekk. Ellefu viðbótatímum verði

úthlutað vegna samverustunda á sal. Samtals gera þetta 20 viðbótar kennslustundir á ári

og má áætla að kostnaður vegna vinnulauna verði 3.000.000- 3.500.000.

Tillagan samþykkt

Fræðslunefnd leggur til að Stóru-Vogaskóla verði veitt auka fjárveiting vegna aðkeyptrar

sérfræðiþjónustu til að greiða fyrir áframhaldandi vinnu við SMT skólafærni rúmist sá

kostnaður sem eftir stendur á árinnu ekki innan þessa liðar á fjárhagsáætlun skólans.

Tillagan samþykkt

3. Fyrirkomulag næsta skólaárs

Skólastjóri kynnti kennslufyrirkomulag næsta skólaárs.

Fulltrúar leikskóla mæta til fundar kl. 18:50

4. Starfsmannamál

Skólastjóri fer fyrir stöðu starfsmannamála.

5. Starfsdagar í leikskóla

Lagt fram bréf frá Unni Stefánsdóttur og Huldu Jóhannsdóttur samtökum Heilsuleikskóla

dags. 11. júní 2008 þar sem óskað er eftir að Heilsuleikskólinn Suðurvellir fái starfsdag

vegna sameiginlegs starfsdags heilsuleikskóla.

 

Fræðslunefnd leggur til að Heilsuleikskólanum Suðurvöllum verði veittur fjórði

starfsdagurinn samkv. bókun við síðasta kjarasamning leikskólakennara um starfsdaga

og með vísan til ofangreinds bréfs.

Tillagan samþykkt

6. Skóladagatal leikskóla 2008-2009

Skóladagatal lagt fram. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal með fyrirvara um

samþykkt bæjarráðs á 5. lið þessarar fundargerðar.

7. Heimsókn í leikskólann

Nefndarmenn skoðuðu húsakost leikskólans

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19:30

Getum við bætt efni síðunnar?