Mættir voru: Áshildur Linnet, Erla Lúðvíksdóttir, Sigurður Ágústsson, Íris Pétursdóttir, Jóngeir
Hlinason, Guðbjörg Kristmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Brynhildur Hafsteinsdóttir sem
jafnframt ritar fundargerð
Fundur settur kl. 18:10
Formaður þakkaði fundarmönnum fyrir að mæta til fundar með skömmum fyrirvara, því næst
gengið til dagskrár samkv. fundarboði
1. Skólastefna
Formaður greindi frá vinnu verkefnahóps um skólastefnu og fyrirhuguðu íbúaþingi sem
verður næstkomandi mánudag í Tjarnarsal frá 19-20:30
Íbúaþingið veður haldið undir kjörorðunum „Stefnumót við framtíðina“. Lögð er áhersla á
aðkomu sem flestra íbúa að gerð stefnunar. Ólafur H. Jónsson aðjúnkt við Menntasvið
Háskóla Íslands mun leiða fólk í gegnum ferli við mótun skólastefnu og stýra hugarflugi.
Oddný Harðardóttir bæjarstjóri í Garði mun segja frá reynslu þeirra við gerð skólastefnu. Því
næst verður hugarflug meðal fundarmanna.
Formaður óskar eftir að fræðslunefndarmenn og áheyrnafulltrúar mæti á íbúaþingið og taki að
sér að stýra hópum í hugarflugi og rita niðurstöður. Flestir fundarmanna sjá sér fært að mæta.
Farið yfir fyrirkomulag á vinnutilhögun við skólastefnuna samanber áður samþykktar tillögur.
Fram kom að drög að skólastefnu eiga að vera tilbúin haustið 2009 og þá verði stefnt að nýju
íbúaþingi til kynningar á fyrirliggjandi drögum.
Næsti fundur fræðslunefndar er fyrirhugaður 17. nóvember. Til hans verður boðað með
fundarboði. Formaður óskar eftir því við fulltrúa foreldra grunnskólabarna og leikskólabarna að
þeir kynni stuttlega foreldrasamstarf á þeim fundi.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:40