Mættir: Áshildur Linnet, Íris Bettý Alfreðsdóttir,Brynhildur Hafsteinsdóttir, Sigurður Ágústsson,Oddný
Baldvinsdóttir, María Hermannsdóttir,Jóngeir Hlinason, Guðbjörg Kristmundsdóttir,Svava Bogadóttir og
Erla Lúðvíksdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð í tölvu
Fundur settur kl. 18.00
1. Opnunartími almenningsbókasafns
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að opnunartíma bókasafns verði breytt á þann hátt að safnið
verði opið almenningi virka daga frá 13-15 og á mánudagskvöldum frá kl. 19- 21.
Fulltrúar leikskóla mættu til fundar kl.18.10.
2. Leikskólavist
Umræður um leikskólavist.
Fulltrúar grunnskóla mættu til fundar kl.18.35
3. Hádegisverður
Skólastjórar fóru yfir stöðuna, mikil ánægja með matinn í leiksdólanum og einnig er mikil ánægja
í skólanum.
4. Drög að lögreglusamþykkt
Drögin lögð fram, ekki komu fram athugasemdir
5. Skólaráð
Umræður
6. Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk
Skólastjóri kynnti, umræður um niðurstöðurnar og hvernig vinna megi með þær.
7. Starfsmannahandbók, mannaráðningar og námskeiðahald
Skólastjóri kynnti að komin væri út starfsmannahandbók.
Skólastjóri kynnti að Hannes Birgir Hjálmarsson hefði verið ráðinn sem umsjónakennari í þriðja
bekk.
Skólastjóri kynnti ýmis námskeið sem starfsfólk er að sækja.
8. Tónlistarkennsla
Skólastjóri kynnti hugmyndir um tónlistarkennslu. Verið er að kanna möguleika.
9. Comeniusar samstarfsverkefni
Skólastjóri kynnti Comeniusar-samstarfsverkefni,
Fundi slitið kl. 19.45.