Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

39. fundur 22. júní 2009 kl. 17:35 - 18:55 Stóru-Vogaskóla

Mættir: Áshildur Linnet, Íris Bettý Alfreðsdóttir, María Hermannsdóttir, Oddný

Baldursdóttir, Svava Bogadóttir, Jóngeir Hlinason og Erla Lúðvíksdóttir sem jafnframt

ritaði fundargerð.

Fundur settur kl. 17:35

 

1. Nafnabreyting – Heilsuleikskólinn Suðurvellir

Skólastjóri lagði til að nafni leikskólans yrði breytt í

„Heilsuleikskólinn Suðurvellir“. Samþykkt samhljóða.

2. Niðurstöður úr foreldrakönnun

Skólastjóri kynnti niðurstöður foreldrakönnunar. Fram kom að

könnunin er liður í sjálfsmatsaðferðum skólans. Hækkaði skólinn

viðmið sitt úr 80% í 90%. Þ.e. vilja að jákvæð svör séu 90% að öðrum

kosti skuli meta hvað gera má til úrbóta.

Foreldrakönnun kemur mjög vel út, nær viðmiðum í öllum þáttum

nema tveimur.

Fræðslunefnd óskar leikskólanum til hamingju með góðan árangur í

starfi.

 

Fulltrúar grunnskóla mæti til fundar kl. 18:10

3. Starfsmannamál grunnskóla

Skólastjóri kynnir nýja starfsmenn.

4. Sérkennslukvóti vegna ,,greindra“ barna

Skólastjóri fer yfir sérkennslukvótann. Gera þarf áætlun um þann

stuðning sem þarf að veita börnum með greiningar.Frekari umræðu

frestað fram í ágúst.

5. Hagræðingaráform skólastjórnenda

Skólastjóri kynnir hagræðingu á milli skólaára. Tekist hefur að

hagræða um 50 kennslustundir frá síðasta vetri.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið Kl: 18:55

Getum við bætt efni síðunnar?