Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

42. fundur 21. október 2009 kl. 18:10 - 18:30 leikskólanum Suðurvöllum

Mættir: Áshildur Linnet, Bergur Álfþórsson, María Hermannsdóttir, Magnús

Steingrímsson, Svava Bogadóttir, Guðbjörg Kristmundsdóttir og Erla Lúðvíksdóttir

sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Fundur settur kl. 18:10

Formaður óskaði eftir að fundarmenn samþykktu breytingu á dagskrá svo bætt verði

við dagskrána umfjöllun um leikskólalóð. Samþykkt samhljóða.

 

1. Skólastefna Sveitarfélagsins Voga

Skólastefnan lögð fram til samþykktar.

Athugasemd vegna orðalags undir 3 lið. Breytingatillaga: Í stefnunni standi:

Foreldrar eru velkomnir í skóla og tómstundastarf. Breytingatillagan samþykkt.

Skólastefnan samþykkt samhljóða.

2. Bréf sem borist hafa

Lagt fram bréf frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga dags. 28. september varðandi

skólaþing sem haldið verður 2. nóvember.

Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 2. október varðandi

notkunarhugbúnað á íslensku.

3. Skipan í foreldraráð í leikskóla

Magnús Steingrímsson kynnti nýskipað foreldraráð leikskóla. Hefur hann verið

kjörinn formaður en auk hans sitja í ráðinu þær Sigrún Ólafsdóttir ritari, Íris

Pétursdóttir.

Ráðinu er óskað velfarnaðar í starfi.

4. Leikskólalóð

María lagði fram teikningar af leikskólalóð og fór yfir hvernig staðið var að

hönnuninni. Teikningar lagðar fram fyrir foreldraráð á næsta fundi þess.

Fræðslunefnd fagnar því góða samstarfi sem haft var við starfsmenn leikskóla við

hönnun lóðar. Jafnframt leggur nefndin til að bæjarstjórn skoði að hefja

framkvæmdir við lóðina eins fljótt og auðið er.

Fundi slitið kl. 18:30

Getum við bætt efni síðunnar?