Mættir voru: Áshildur Linnet, Bergur Álfþórsson, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Guðrún
Jónsdóttir, María Hermannsdóttir, Oddný Baldvinsdóttir, Svava Bogadóttir, Guðbjörg
Kristmundsdóttir og Erla Lúðvíksdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.
Fulltrúi bókasafns mætti til fundar kl. 18:00
1. Varðveisla fornbóka
Bókaverði falið að kanna hvort hægt sé að fá faglegt mat á varðveislugildi og
verðmæti bókanna og hvernig beri að varðveita þær.
2. Sjóðsvél
Bókaverði er falið að kaupa sjóðsvél innan heimilda sjóðsins.
3. Öryggismál
Bókaverði er falið að kanna möguleika og tilboð í öryggishnapp.
Fulltrúar leikskóla og gunnskóla mættu til fundar kl. 18:20
4. Skólastefna
Bæklingur lagður fram.
5. Umsókn um starfsdaga fyrir leikskóla
Fræðslunefnd mælir með því við bæjarráð að Leikskólanum Suðurvöllum verði veitt
heimild til að taka fjóra starfsdaga á skólaárinu 2010 -2011
6. Framkvæmdir á leikskólalóð
Leikskólastjóri mælir með að framkvæmdir hefjist í apríl- maí,
Leikstjórastjóri víkur af fundi kl.18:40
7. Drög að skólanámskrá grunnskóla
Skólastjóri kynnti drögin að skólanámskrá.
8. Erindi frá foreldrafélagi grunnskóla
Erindið rætt. Fram kom að ekki verður gengið á rétt nemenda til menntunar, brugðist
verður við eftir aðstæðum hverju sinni og sérstaklega þegar um langtímaforföll er að
ræða
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 19:05