Mættir: Bergur Brynjar Álfþórsson, Sigríður Ragna Birgisdóttir, Brynhildur Sesselja Hafsteinsdóttir, Júlía
Rós Atladóttir og Jóngeir Hjörvi Hlinason.
Einnig mætt: Oddný Þóra Baldvinsdóttir, Magnús Hannes Steingrímsson, Svava Bogadóttir, Jón Ingi
Baldvinsson, Guðbjörg Kristmundsdóttir og Anna Sólrún Pálmadóttir.
Fulltrúar leikskóla mæta til fundar kl:18:00
1. Viðhorfskönnun starfsfólks: Lögð fram. Nefndin óskar eftir samanburði á niðurstöðum kannana
síðustu þriggja ára.
2. Viðhorfskönnun foreldra/forráðamanna: Lögð fram. Nefndin óskar eftir samanburði á
niðurstöðum kannana síðustu þriggja ára.
3. Starfsáætlun skólaárið 2010-2011: Lögð fram.
4. Drög að námskrá heilsuleikskólans Suðurvalla: Lögð fram. Fræðslunefnd fagnar faglega unninni
námsskrá og samþykkir hana.
Fulltrúar grunnskóla mæta til fundar kl 18:50.
5. Starfs- og sjálfsmatsáætlun Stóru-Vogaskóla: Lögð fram. Nefndin fagnar framsækni
starfsmanna Stóru-Vogaskóla er varðar leiðir til að veita kennurum tækifæri til að vaxa í starfi og
efla starfsvitund sína.
6. Ábyrgð og skyldur foreldra – áhugavakning: Hugmyndir skólastjórnenda til að vekja
foreldra/forráðamenn til umhugsunar um sameiginlega ábyrgð á námi nemenda ræddar.
Nefndin hvetur skólastjórnendur til að ýta þessari vinnu af stað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:19:52