Mættir eru: Bergur Brynjar Álfþórsson, Jóngeir Hjörvar Hlinason, Sigríður Ragna Birgisdóttir, Linda Hrönn
Levísdóttir, Íris Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldrafélags Leikskóla, María Hermannsdóttir, Oddný
Þóra Baldvinsdóttir, Anna Sólrún Pálmadóttir, Guðbjörg Kristbjörnsdóttir, Svava Bogadóttir, Brynhildur
Sesselja Hafsteinsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð.
Fundur settur kl.18:04
Fulltrúar leikskóla mæta til fundar kl.18:00
1. Verklagsreglur leikskólans – Drög: Drög um verklagsreglur leikskólans lögð fram. Miklar
umræður. Leikskólastjóra falið að fullvinna reglurnar og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fulltrúar grunnskóla mæta til fundar kl:18:52
2. Reglugerð um sérfræðiþjónustu og skipulag hennar á Suðurnesjum: Lögð fram. Skólastjóri
upplýsir að hún hafi tekið sæti í teymi á vegum fræðsluskrifstofu sem hefur það hlutverk að
koma með hugmyndir að verklagi stuðningsteymis við fjölskyldur barna með sérþarfir á
Suðurnesjum. Nefndin fagnar því að þessi vinna sé farin af stað.
3. Sérdeildir og sérkennsla – skipulag og tímafjöldi: Lagt fram. Skólastjóri fór yfir stöðuna.
4. Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 10. Bekk: Lögð fram. Skólastjóri fór yfir
niðurstöðurnar.
5. Gerð fjárhagsáætlunar: Skólastjóri fór yfir vinnu sína við fjárhagsáætlunina.
6. Rannsóknasetur forvarna við Háskólann Akureyri, skýrsla www.hbsc.is: Lögð fram og rædd.
7. Bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 12. október, 2010. Ábyrgð aðila sem standa fyrir
félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga: Lögð fram.
8. Tónlistarskóli- reglugerð og gjaldskrá: Reglugerð send í tölvupósti. Frestað til næsta fundar.
Fundi slitið kl.20:09