Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

54. fundur 21. nóvember 2011 kl. 18:00 - 21:20 Stóru-Vogaskóla

Mættir: Jóngeir Hjörvar Hlinason, Júlía Rós Atladóttir, Bergur Brynjar Álfþórsson, Magga Lena

Kristinsdóttir, Brynhildur Sesselja Hafsteinsdóttir,

Einnig sóttu fundinn María Hermannsdóttir leikskólastjóri, Svava Bogadóttir skólastjóri, Már

Einarsson bókavörður, Sigrún Ólafsdóttir formaður foreldraráðs Heilsuleikskólans Suðurvalla og

Kristinn Benediktsson formaður foreldrafélags Stóru-Vogaskóla.

Júlía Rós Atladóttir ritar fundargerð í tölvu.

Fundur settur kl. 18:03

Fulltrúar Leiksskóla mættu til fundar kl. 18:00

1) Málefni Heilsuleikskólans Suðurvalla.

a) Starfsáætlun 2011-2012 kynnt, rætt um að nú er bara eitt foreldraviðtal á vetri.

Kynningafundi bætt á verkefnaáætlun frá fyrra skólaári. Rætt var um norrænt samstarf.

b) Rætt var um lokun einnar deildar á leikskólanum. Leitt að þurfa að segja upp fólki en

þetta getur eflt starf leikskólans. Það er skilningur á því að það þurfi að skerða þjónustu

og spara.

c) Ný aðalnámskrá leikskóla kynnt. María sótti skólaþing þar sem rætt var um mikilvægi

þess að það sé sameiginleg túlkun á námskránni. Allir starfsmenn lesa námskránna og

velta fyrir sér hvað er vel gert og hvað má gera betur. Nýta starfsdaga í þetta.

 

2) Málefni Bókasafnsins kl.: 18:45

a) Bæklingur fyrir bókasafnið. Már kynnti bækling sem hann var að vinna og lagði til að árgjald

bókasafnsins yrði hækkað úr 1.260 í 1.500. Lagt til að bæklingurinn verði prentaður og dreift,

hugsanlegt að fá bekk í grunnskólanum sem er í fjáröflun til að bera út í öll húsin í Vogunum.

Vísað til bæjarráðs.

b) Frí bókasafnsskírteini fyrir atvinnulausa. Nefndin tekur vel í þetta og vísar til bæjarráðs.

3) Bréf frá starfsmannafélagi Brunavarna Suðurnesja.

Bókaverði falið að hafa samband við SBS.

4) Málefni Stóru – Vogaskóla kl.: 19:00.

a) Starfs-og sjálfsmatsáætlun 2011-2012,

Kynnt og samþykkt.

b) Símenntunaráætlun Stóru-Vogaskóla 2011-2012,

Kynnt og samþykkt.

c) Skólanámskrá Stóru – Vogaskóla,

Kynnt og samþykkt.

d) Eineltisáætlun skólans með viðbragsáætlun

Kynnt og samþykkt.

e) Ný aðalnámskrá grunnskóla.

Lögð fram til kynningar.

f) Nýráðningar í haust

Upplýst um nýráðningar síðasta haust.

g) Greinargerð um sérkennslu.

 

Stofnun sérdeildar við Stóru-vogaskóla, bæjarráð óskaði eftir greinargerð sem var fjallað um

á fundinum. Málið er enn hjá bæjarráði til umfjöllunar fræðslunefnd hvetur til að lending

náist í málinu hið fyrsta.

h) Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.

Reglugerðin kynnt.

i) Ráðuneytið hefur birt fréttatilkynningu um útgáfu reglugerðarinnar á heimasíðu sinni sjá

nánar : http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/6337

Fréttatilkynningin kynnt.

j) Samband íslenskra sveitarfélaga hefur einnig birt á heimasíðu sinni áhugaverða frétt um

sama efni, sjá nánar :

http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/frettir---skolamal/nr/1242

Fréttatilkynningin kynnt.

5) Bréf frá Velferðarráðuneytinu.

Bréfið kynnt, skólastjóri hefur sótt um styrk kr. 640.000 vegna aukinnar þjónustu við langveik

börn og börn með ADHD og riddaragarðs, sem kynntur er í bréfinu.

6) Fundargerðir Menntasjóðs Sveitarfélagsins Voga dags. 25.maí og 15. nóv. 2011.

Drög að samþykktum menntunarsjóðsins kynntar og ræddar. Nokkrar athugasemdir komu við

drögin og munu þær verða kynntar nánar í nefndinni sem unnið hefur að samþykktum sjóðsins.

 

Fundi slitið kl. 21:20

Getum við bætt efni síðunnar?