Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

55. fundur 16. janúar 2012 kl. 18:05 - 18:50 Heilsuleikskólanum Suðurvöllum

Mættir: Bergur Brynjar Álfþórsson, Brynhildur Sesselja Hafsteinsdóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir, Jóngeir

Hjörvar Hlinason Júlía Rós Atladóttir.

Einnig sóttu fundinn: Guðbjörg Kristmundsdóttir fulltrúi Stóru Vogaskóla , Kristinn Benediktsson

formaður foreldrafélags Stóru - Vogaskóla, María Hermannsdóttir leikskólastjóri, Sigrún Ólafsdóttir

formaður foreldrafélags leikskólans, Svava Bogadóttir skólastóri Stóru - Vogaskóla var á símalínu.

Júlía Rós Atladóttir ritar fundargerð á tölvu.

Fundur settur 18:05.

Málefni grunnskóla 18:07:

1. Samningur hefur verið gerður við Fræðsluþjónustu í Hafnafjarðar. Samstarf við

Fræðsluskrifstofu Reykjanessbæjar hefur ekki gengið sem skildi. Samningurinn við

Fræðsluþjónustuna í Hafnarfirði er betri en fyrri samningur en örlítið dýrari. Fræðslunefndin

er ánægð með þessa breytingu.

2. Bréf frá jöfnunarsjóði, umsókn um leiðréttingar. Svava Bogadóttir svarar bréfinu.

3. Bréf tónlistakennara, lagt fram til kynningar.

Málefni leikskóla 18:30:

1. Sumarlokun, tillaga leikskólastjóra að hafa óbreytt fyrirkomulag. 9 júlí til 13 ágúst.

Fræðslunefnd samþykkir þetta tímabil.

2. Ályktun Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskólum varðandi hávaða í

leikskólum. Suðurvellir ætlar að kaupa dúka á borð í matsal, börnunum hefur verið skipt

meira upp undanfarin ár. Leikskólinn er meðvitaður um þetta og er markvisst að vinna í því

að minnka hávaða á leikskólanum

3. Ályktun Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskólum varðandi innleiðingu

aðalnámskrá. Það þarf svigrúm til samráðs þar sem búið er að fækka mikið fundum vegna

sparnaðar. María er búin að gera áætlun um fundi til að innleiða þessa nýju aðalnámskrá.

4. Ályktun Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskólum varðandi undirbúningstíma.

Þetta á aðallega við leikskóla í Reykjavíkurborg, staðan er góð í Heilsuleikskólann Suðurvelli.

Leikskólakennarar Suðurvalla fá 4 klst á viku til undirbúnings og deildastjórar 5 klst á viku.

 

Fundi slitið 18:50

 

Júlía Rós Atladóttir

Vogar 16.01.12

Getum við bætt efni síðunnar?