Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

57. fundur 19. mars 2012 kl. 17:30 - 19:00 Stóru-Vogaskóla

Fundur haldinn í fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 19. mars 2012,

 

kl. 17:30 að Tjarnargötu 2, í Stóru-Vogaskóla.

 

Mættir: Jóngeir Hlinason, Bergur Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Ingibjörg

Ágústsdóttir, Júlía Rós Atladóttir.

Fundur settur kl 17:35

Svava Bogadóttir skólastjóri Stóru-Vogaskóla mætir á fundinn.

1) Málefni Stóru – Vogaskóla

a) Úrskurður frá Innanríkisráðuneytinu.

Stjórnsýslukæra lögð fram til kynningar. Innanríkisráðuneytið vísaði kærunni frá

með rökstuðningi um að ekki væri fótur fyrir ákæruefnum.

b) Sjúkrakennsla.

Barn hefur ekki mætt í skóla síðan í lok október, skoða á sjúkrakennslu fyrir

barnið.

Már Einarsson forstöðumaður bókasafn mætir á fundinn.

2) Málefni bókasafns Stóru-Vogaskóla

a) Uppkast af ársskýrslu 2011.

Lögð fram til kynningar, óskað var eftir samanburði á lykiltölum við önnur

bókasöfn á suðurnesjum. Forstöðumaður bókasafnsins óskar eftir að samvinna

við mið og elsta stig skólans sé eflt.

María Hermannsdóttir leikskólastjóri Suðurvalla og Sigrún Ólafsdóttir mæta á fundinn.

3) Málefni Heilsuleikskólans Suðurvalla

a) Ársskýrsla 2011.

Lögð fram til kynningar, ræddar voru nýjar hefðir og hátíðir á leikskólanum.

b) Handbók foreldra.

Lögð fram til kynningar. Fræðslunefnd er ánægð með handbókina

c) Handbók starfsfólks.

Lögð fram til kynningar. Fræðslunefnd er ánægð með handbókina

 

Fundi slitið kl 19:00

 

Vogar, 19. Mars 2012.

Júlía Rós Atladóttir ritar fundargerð á tölvu

Getum við bætt efni síðunnar?