Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

58. fundur 21. maí 2012 kl. 17:30 - 19:00 Stóru-Vogaskóla

Fundur haldinn í fræðslunefnd sveitarfélagsins Voga, mánudaginn 21. maí 2012, kl.

17:30 að Tjarnargötu 2, í Stóru-Vogaskóla.

Mættir

Jóngeir Hjörvar Hlinason formaður, Júlía Rós Atladóttir, Bergur Álfþórsson og

Ingibjörg Ágústsdóttir,

Einnig sátu fundinn: María Hermannsdóttir leikskólastjóri, Oddný Þóra Baldvinsdóttir

Júlíusson aðstoðarleikskólastjóri, Svava Bogadóttir skólastjóri Stóru-Vogaskóla,

Guðbjörg Kristmundsdóttir námsráðgjafi Stóru-Vogaskóla ,

Dagskrá

1. Málefni Heilsuleikskólans Suðurvalla kl.: 17:30.

a) Mat foreldra – niðurstöður.

María Hermannsdóttir leikskólastjóri kynnti mat foreldra á leikskólastarfinu.

b) Mat starfsmanna – niðurstöður.

María Hermannsdóttir leikskólastjóri kynnti niðurstöður úr mati starfsmanna á

leikskólanum.

c) Dagskrá skipulagsdags 20. apríl sl.

María Hermannsdóttir leikskólastjóri kynnti dagskrá síðasta skipulagsdags

leikskólans.

d) Skóladagatal 2012-2013.

María Hermannsdóttir leikskólastjóri kynnti skóladagatalið fyrir næsta skólaár.

Skóladagatalið samþykkt.

 

2. Málefni Stóru – Vogaskóla kl.: 18:15.

a) Valgreinar í 8.-10.bekk.

Svava kynnti þá nýjung að hafa valfög í 8 bekk, sem var áður var aðeins í 9 og 10

bekk.

b) Skólalóðin - hvað eigum við að gera?

Hreystivöllurinn orðinn illa farinn og búið að fjarlæga hann að mestu leiti. Ekki er

fjármagn á rekstraráætlun fyrir þetta skólaár að lagfæra lóðina. Svava ætlar að

kanna þessi mál nánar því það er aðkallandi að skólalóðin verði lagfærð.

c) Starfsmannamál, hverjir hætta og hverjir koma.

Svava kynnti breytingar á starfsfólki næsta skólaári. Ráðning aðstoðarskólastjóra

sem auglýst var eftir er ekki lokið.

Fundi slitið kl 19:00.

Fundargerð ritaði, Júlía Rós Atladóttir

Getum við bætt efni síðunnar?