Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

86. fundur 21. október 2019 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson formaður
  • Sindri Jens Freysson varamaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, menningarfulltrúi
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hálfdan Þorsteinsson, skólastjóri
Fundargerð ritaði: Daníel Arason menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna

1910005

Kynnt verður leiðbeinandi álit Sambands íslenskra sveitarfélaga á tvöfaldri skólavist barna.
Samkvæmt áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga er ekki mælt með því að börnum verði veitt tvöföld skólavist. Fræðslunefnd og skólastjórar fagna því að fá leiðbeiningar til að fara eftir.

2.Öryggismál í skólum sveitarfélagsins Voga og aðgengi að skólunm

1910027

Fræðslunefnd ræðir hvort ástæða sé til að skoða öryggismál í skólum sveitarfélagsins með það að markmið að auka öryggi nemenda og starfsmanna.
Skólastjórar vilja hafa skólana opna að vissu marki. Þeir munu ræða þessi mál á starfsmannafundum og auka vitund starfsmanna á þessum málum í tengslum við skoðun á aðgangsmálum sveitarfélagsins í heild.
Nefndin hvetur stjórnendur leikskólans til að skoða hvaða möguleikar eru á að koma upp eftirlitsmyndavélakerfi í leikskólanum.

3.Notkun nemenda á framhalds- og háskólastigi á bókasafni

1905013

Fræðslunefnd heldur áfram umræðu um það hvort hægt sé að gera nemendum á framhalds- og háskólastigi kleift að nýta aðstöðu á bókasafni Stóru-Vogaskóla.
Fræðslunefnd og skólastjóri eru mjög jákvæð fyrir því að framhalds- og háskólanemum í sveitarfélaginu verði gert kleift að nota bókasafnið til að læra í en leggur áherslu á að fyllsta öryggis sé gætt hvað varðar stjórnun og eftirlit með þvi. Nefndin telur að það verði einungis gert með einhvers konar rafrænu aðgangsstýringakerfi.

4.Starfsáætlun Stóru-Vogaskóla 2019-20

1910028

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir starfsáætlun skólans fyrir starfsárið 2019-20.
Fræðslunefnd samþykkir áætlunina.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?