Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

65. fundur 22. apríl 2014 kl. 18:00 - 19:30 í StóruVogaskóla
Nefndarmenn
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason formaður
  • Júlía Rós Atladóttir
  • Bergur Álfþórsson
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Svava Bogadóttir, skólastjóri
  • Margrét Össurardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Málefni leikskólans kl. 18:00 - 18:30
Málefni grunnskólans og tónlistarskólans frá kl. 18:30

1.Skóladagatal leikskólans 2014-2015

1404065

Drög að skóladagatali Leikskólans Suðurvalla 2014-2015
Lagt fram skóladagatal leikskólans fyrir árið 2014-2015. Fyrirvari er enn um dagsetningu sameiginlegs starfsdags sveitarfélagsins í október. Skóladagatalið er að öðru leyti samþykkt af hálfu nefndarinnar.

2.Foreldrakönnun leikskólans 2014

1404066

Foreldrakönnun leikskólans - Skólapúlsinn 2014
Lagðar fram niðurstöður foreldrakönnunar leikskólans, sem unnin var af Skólapúlsinum. Skýrslan er hér lögð fram til kynningar fyrir nefndina, frekari umfjöllun um skýrsluna er ráðgerð síðar, þ.e. eftir umfjöllun og úrvinnslu leikskólans og starfsfólks hans.

3.Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni

1304013

Lögð fram viðbragðsáætlun Stóru-Vogaskóla vegna ytra mats á skólastarfi
Lögð fram viðbragðsáætlun Stóru-Vogaskóla vegna ytra mats á skólastarfi. Viðbragðsáætlunin hefur verið send Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

4.Húsnæðismál skólans 2014-2015

1404060

Nemendum skólans fjölgar skólaárið 2014-2015. Finna þarf lausn og/eða úrræði, t.d. með færanlegri kennslustofu.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 16.04.2014 um húsnæðismál skólans og þörfina fyrir næsta skólaár. Í minnisblaðinu kemur fram að óbreyttu stefni í 30 nemenda árgang 4. bekkjar á næsta skólaári, skólinn gerir því ráð fyrir að tvískipta árgangnum. Leita þarf lausna á málinu, til álita kemur m.a. að útvega færanlega kennslustofu og koma fyrir á skólalóðinni. Fræðslunefnd telur heppilegast að lausn á húsnæðisvanda skólans verði fundin án tilkomu færanlegrar kennslustofu. Að öðrum kosti vísar nefndin málinu til úrlausnar bæjaryfirvalda.

5.Ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.

1404015

Könnun á framkvæmd reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum
Lögð fram niðurstaða könnunar á framkvæmd reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Könnunin var unnin fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið í nóvember og desember 2013.

6.Undirbúningur skólaárs 2014-2015

1404069

Skólastjóri fer yfir undirbúning skólastarfs skólaárið 2014-2015
Skólastjóri kynnti fyrir nefndinni stöðu mála varðandi undirbúning skólastarfsins á næsta skólaári, m.a. hvað varðar mönnun lausra starfa.

7.Málefni tónlistarskóla

1401027

Lagt fram minnisblað skólastjóra um málið
Lögð fram samantekt skólastjóra um starfsemi tónlistarskólans, unnin í febrúar 2014.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?