Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

82. fundur 18. mars 2019 kl. 17:30 - 19:00 Heilsuleikskólinn Suðurvellir
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson formaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
  • Anna Kristín Hálfdánardóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Hilmar Egill Sveinbjörnsson embættismaður
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sólrún Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri embættismaður
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingvi Ágústsson formaður
Dagskrá

1.Skólastefna Sveitarfélagsins Voga

1903039

Liðin eru rúm 10 ár frá því skólastefna sveitarfélagsins var gefin út (2008). Umfjöllun Fræðslunefndar um mótun nýrrar skólastefnu sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hafinn verði undirbúningur að mótun fræðslustefnu Sveitarfélagsins Voga sem leysir af hólmi eldri fræðslustefnu sveitarfélagsins frá árinu 2008. Jafnframt er lagt til að haft verði samráð um mótun stefnunnar við Suðurnesjabæ, enda liggur fyrir ákvörðun um að Sveitarfélagið Vogar verði aðili að sameiginlegri fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar og Voga.

2.Leikskóladagatal 2019 - 2020

1903036

Leikskólastjóri gerði grein fyrir drögum að skóladagatali leikskólans skólaárið 2019 - 2020.

Fræðslunefd samþykkir leikskóladagatalið.

3.Ársskýrsla Suðurvalla 2018

1903037

Leikskólastjóri kynnti ársskýrslu leikskólans fyrir árið 2018.

Fræðslunefnd beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að reglur um endurmenntun starfsfólk verði uppfærðar, með það að markmiði að það starfsfólk leikskólans sem sækir sér endurmenntun til réttinda fái greidd laun þrátt fyrir fjarveru við s.k. staðlotur.

4.Skólanámskrá leikskólans 2019

1903038

Leikskólastjóri gerði grein fyrir skólanámsskrá leikskólans árið 2019.
Fræðslunefnd samþykkir skólanámsskrána fyrir sitt leyti.

5.Heilsuleikskólinn Suðurvellir - kynning á starfseminni

1903035

Almenn kynning á starfsemi leikskólans fyrir Fræðslunefnd
Í lok fundar fengu nefndarmenn almenna kynningu á starfsemi leikskólans, undir leiðsögn leikskólastjóra. Í ljósi umræðu undanfarinna vikna varðand myglu og rakaskemmda í skólum á höfuðborgarsvæðinu. Þá olli það öllum meðlimum fræðslunefndar áhyggjum að sjá hversu mikið lekvandamál er á leikskólanum og loðnir blettir í lofti. Óttumst við um velferð starfsfólks og barna í þessum aðstæðum. Töluðu skólastjórnendur að það væri mjög hátt veikindahlutfall meðal starfsmanna sem mögulega má rekja til þessa. Það er okkar tillaga að það verði gerð úttekt hvort um myglu er að ræða og ráðist verði í viðhald á þaki hússins sem allra fyrst.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?