63. fundur
26. ágúst 2013 kl. 18:00 - 20:00 í StóruVogaskóla
Nefndarmenn
Jóngeir Hjörvar Hlinasonformaður
Júlía Rós Atladóttir
Oddur Ragnar Þórðarson
Bergur Álfþórsson
Brynhildur Hafsteinsdóttir
María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
Svava Bogadóttir, skólastjóri
Una N. Svane
Margrét Össurardóttir
Inga Þóra Kristinsdóttir
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Starfsáætlun Suðurvalla 2013-2014
1308024
Leikskólastjóri kynnir helstu atriði starfsáætlunarinnar, sem fylgir með í fundarboði.
Lögð fram starfsáætlun Suðurvalla fyrir starfsárið 2013 - 2014. María Hermannsdóttir leikskólstjóri fór yfir helstu atriði áætlunarinnar og kynnti fyrir nefndinni. Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.
2.Skóladagatal Suðurvalla 2013-2014
1308023
Leikskólastjóri kynnir skóladagatalið, sem fylgir með í fundarboði.
Lagt fram skóladagatal Suðurvalla fyrir starfsárið 2013 - 2014. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatalið.
3.Foreldrakönnun Suðurvalla 2013
1308021
Leikskólastjóri gerir í stuttu máli grein fyrir helstu niðurstöðum. Könnunin fylgir með fundarboðinu.
Lögð fram foreldrakönnun Suðurvalla 2013.
4.Náms- og kynnisferð leikskólans 2013
1308022
Leikskólastjóri segir frá náms- og kynnisferð starfsfólks leikskólans til Englands. Skýrslan fylgir með fundarboðinu.
Lögð fram skýrsla um náms- og kynnisferð starfsfólks leikskólans til Englands í mars 2013.
5.Starfs- og sjálfsmatsáætlun Stóru - Vogaskóla 2013-2014
1308019
Skólastjóri grunnskólans kynnir áætlunina, sem nefndin staðfestir. Áætlunin fylgir með í fundarboði.
Skólastjóri grunnskólans kynnir skólanámskrána, sem nefndin staðfestir. Skólanámskráin fylgir með í fundarboði.
Lögð fram skólanámskrá Stóru-Vogaskóla fyrir starfsárið 2013 - 2014. Fræðslunefnd staðfestir áætlunina.
7.Yfirlit um skólastarf Stóru - Vogaskóla í upphafi skólaárs 2013-2014
1308020
Skólastjóri fer m.a. yfir: - Heimanámsstefnu skólans - Breytt áhersla í tölvukennslu - Starfsmannamál - Framkvæmdir við skólann
Skólastjóri gerði grein fyrir helstu áherslum í skólastarfinu framundan. Hún fór m.a. yfir heimanámsstefnu skólans, breytta áherslu í tölvukennslu, starfsmannamál og framkvæmdir við skólann.
8.Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni
1304013
Skólastjóri grunnskólans kynnir verkefnið. Ýmis gögn sem tengjast verkefninu fylgja fundarboðinu.
Sagt frá verkefninu og fyrirhuguðum kynningarfundi sem er framundan.
9.Fyrirkomulag og framkvæmd íþróttakennslu í grunnskólum
1306024
Leiðbeiningar frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu fylgja með í gögnum.
Lagt fram.
10.Frá tungumálaveri
1306002
Fréttabréf Tungumálavers fylgir með í gögnum.
Lagt fram.
11.Opnunartími bókasafns.
1305018
Samantekt um opnunartíma bókasafna í nágrannasveitarfélögum fylgir með í gögnum. Lögð er til breyting á opnunartíma safnsins á mánudögum þannig að opnunartíminn verði samfelldur til kl. 18 eða 19.
Una K. Svane gerði grein fyrir tillögu sinni um breyttan opnunartíma bókasafnsins. Tillagan, ásamt upplýsingum um opnunartíma bókasafna á Suðurnesjum fylgdi með fundarboðinu. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna, þ.e. að opnunartími bókasafnsins á mánudögum verði framvegis samfelldur og að opið verði til kl. 19. Samþykkt samhljóða.