Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

111. fundur 25. nóvember 2024 kl. 17:30 - 18:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Eva Björk Jónsdóttir formaður
  • Annas Jón Sigmundsson aðalmaður
  • Daníel Snær Hólmgrímsson aðalmaður
  • Helga Ragnarsdóttir varaformaður
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Erna Margrét Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hilmar Egill Sveinbjörnsson embættismaður
  • Heiða Ingólfsdóttir embættismaður
  • Tinna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Heiða Hrólfsdóttir embættismaður
  • Henríetta Ósk Melsen áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Ingólfsdóttir Verkefnstjóri á mennta- og tómstundasviði
Dagskrá

1.Stuðningur Grindavíkurnefndar og ríkisins vegna fjölgunar nemenda úr Grindavík

2411043

Lagt fram minnisblað skólastjóra Stóru-Vogaskóla og verkefnastjóra á mennta- og tómstundasviði Suðurnesjabæjar.



Skólastjóri Stóru Vogaskóla og verkefnastjóri á mennta- og tómstundasviði kynna aðkomu Grindavíkurnefndar og ráðuneytis vegna fjölda nemenda úr Grindavík.
Fræðslunefndin lýsir ánægju sinni með aukna aðstoð og stuðning.

2.Skólapúlsinn - nemendakönnun 2024

2411042

Skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir helstu niðurstöður Skólapúlsins.

3.Ástundun íþrótta og tómstunda í Stóru-Vogaskóla - óformleg könnun 2024

2411039

Lagt fram yfirlit skólastjóra Stóru-Vogaskóla með niðurstöðum óformlegrar könnunar á íþrótta- og tómstundaiðkun nemenda skólans.
Fræðslunefnd vísar málinu til umfjöllunar í frístunda- og menninganefnd.

4.Innleiðing breytinga á stjórnskipulagi, ráðning sviðsstjóra

2405001

Lögð fram til kynningar afgreiðsla 10. dagskrárliðar, 412. fundar bæjarráðs þann 6. nóvember sl.



Afgreiðslan er svohljóðandi:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela starfandi bæjarstjóra að óska eftir því við Suðurnesjabæ að ráðinn verði sviðsstjóri fjölskyldusviðs Voga inn í samrekstur sveitarfélaganna tveggja á sviði félagsþjónustu og fræðslumála, í samræmi við tillögur í minnisblaði.

5.Staða biðlista á Suðurvöllum í nóv 2024

2411044

Leikskólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla fer munnlega yfir stöðu biðlistum og fyrirhugaðar innskráningar eftir áramót.

6.Stofn- og aðbúnaðarstyrkir dagforeldra

2411040

Lögð fram drög að reglum um stofn- og aðbúnaðarstyrki dagforeldra auk minnisblaðs verkefnastjóra á mennta- og tómstundasviði Suðurnesjabæjar.
Fræðslunefnd vísar drögum að reglum um stofn- og aðbúnaðarstyrki dagforeldra til frekari umfjöllunar í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?