Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

98. fundur 11. apríl 2022 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson aðalmaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu embættismaður
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir embættismaður
  • Hilmar Egill Sveinbjörnsson embættismaður
  • Lauma Gulbe áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Skóladagatal - Heilsuleikskólinn Suðurvellir skólaarið 2022-2023

2203076

Skóladagatal Heilsuleikskólans Suðurvalla fyrir skólaárið 2022-2023 lagt fram.
Samþykkt
Fræðslunefnd samþykkir framlagt skóladagatal Heilsuleikskólans Suðurvalla.

2.Ársskýrsla 2021 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2203078

Ársskýrsla Heilsuleikskólans Suðurvalla lögð fram til kynningar.
Lagt fram
Skýrslan lögð fram. Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir starfandi leikskólastjóri kynnti hana stuttlega en skýrslan verður síðan aðgengileg á heimasíðu skólans.

3.Skóladagatal - Stóru-Vogaskóli skólaarið 2022-2023

2203075

Skóladagatal Stóru-Vogaskóla fyrir skólaárið 2022-2023 lagt fram.
Samþykkt
Fræðslunefnd samþykkir framlagt skóladagatal Stóru-Vogaskóla.

4.Starfsemi Stóru-Vogaskóla skólaárið 2021-2022

2204001

Farið yfir helstu atriði í starfsemi Stóru-Vogaskóla á yfirstandandi skólaári.
Lagt fram
Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla sagði frá starfsemi skólans undanfarinn vetur. Covid hefur litað starf skólans í vetur og aukið verulega álag á starfsfólk.
Nýr tónlistarkennari hóf störf á nýju ári og sér hann um rytmíska tónlist. Skólinn er formlega orðinn Erasmus skóli og tekur þátt í sex ára verkefni á unglingastigi með skólum í Frakklandi og Ítalíu. Nýverið kom hópur frá Frakklandi hingað í heimsókn og í maí fer hópur nemenda frá Stóru-Vogaskóla til Frakklands á móti. Stóra upplestrarkeppnin er framundan í apríl og árshátíð skólans er nýafstaðin og tókst hún einkar vel.
Undirbúningur fyrir 150 ára afmæli skólans er nú í fullum gangi og ýmsar hugmyndir sem verið er að vinna. Haldið verður upp á afmælið 10. september.

Guðbjörg Sveinsdóttir, deildarstjóri fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar sem sat fundinn, fór yfir ýmis mál sem tengjast stoðþjónustu sem Suðurnesjabær sinnir fyrir Sveitarfélagið Voga samkvæmt samningi. Þar er meðal annars um að ræða sálfræðiþjónustu, talmeinaþjónustu og fleira. Nýlega tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu velferðar barna og hefur fræðsluþjónustan tekið þátt í innleiðingarvinnu fyrir þau. Fræðsluþjónustan vinnur náið með stjórnendum Stóru-Vogaskóla.

5.Ráðning skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Stóru-Vogaskóla

2204005

Fræðslunefnd eru kynntar niðurstöður ráðninga skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Stóru-Vogaskóla
Lagt fram
Hilmar Egill Sveinbjörnsson er nýráðinn skólastjóri Stóru-Vogaskóla og G. Ingibjörg Ragnarsdóttir nýráðin aðstoðarskólastjóri. Fræðslunefnd óskar þeim báðum til hamingju og velfaðarnaðar í störfum.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?