Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

69. fundur 20. október 2015 kl. 18:00 - 20:00 í StóruVogaskóla
Nefndarmenn
  • Brynhildur Hafsteinsdóttir aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson 2. varamaður
  • Magga Lena Kristinsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Svava Bogadóttir, skólastjóri
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sólrún Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Skólanámskrá leikskólans 2015

1510035

Skólanámskrá 2015 lögð fram til kynningar.
Skólanámskrá leikskólans fyrir árið 2015 er lögð fram og kynnt af leikskólastjóra.
Fræðslunefnd samþykkir skólanámskrána fyrir sitt leyti.

2.Starfsáætlun leikskólans 2015 - 2016

1510036

Starfsáætlun leikskólans 2015 - 2015 lögð fram til kynningar og samþykktar.
Starfsáætlun leikskólans skólaárið 2015 - 2016 lögð fram og kynnt af leikskólastjóra.
Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlunina fyrir sitt leyti.

3.Skólapúlsinn, niðurstöður kannana

1510038

Niðurstöður þriggja kannana Skólapúlsins kynntar.
Niðurstöður kannana Skólapúlsins lagðar fram og kynntar af skólastjóra.

4.Starfsáætlun Stóru-Vogaskóla 2015-2016

1510037

Starfsáætlun Stóru-Vogaskóla lögð fram til kynningar og samþykktar.
Drög að starfsáætlun Stóru-Vogaskóla 2015 - 2016 lögð fram og kynnt af skólastjóra.
Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlunina fyrir sitt leyti.

5.Dagur íslenskrar tungu.

1510027

Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dag. 14.10.2015, hvatning um að setja íslenska tungu í öndvegi í tilefni Dags íslenskrar tungu, 16. nóvember.
Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 7. október 2015, Dagur íslenskrar tungu. Deginum verður fagnað í tuttugasta sinn mánudaginn 16. nóvember 2015.

6.Fjárhagsáætlun 2016 - 2019

1503022

Umfjöllun Fræðslunefndar um áherslur við gerð fjárhagsáætlunar 2015
Farið yfir helstu áherslur nefndarinnar vegna vinnslu fjárhagsáætlunar 2016 - 2019. Skólastjóri og leikskólastjóri munu fylgja málum eftir á vinnufundi bæjarráðs.

7.Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og stuðningur við innleiðingu námskrár.

1412004

Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 8.október 2015, breytingar á aðalnámskrá grunnskóla.
Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 8. október 2015, um breytingar á aðalnámskrá grunnskóla.
Lagt fram.

8.Könnun um vinnumat og gæslu

1510012

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, skýrsla vegna könnunar Sambandsins varðandi stöðuna á gerð vinnumats og gæslumála í skólum.
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 06.10.2015, niðurstöður könnunar um vinnumat og gæslu. Niðurstöður könnunarinnar er lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?